05.04.2013
Laugardaginn 6. apríl verður haldið Vinamót LSA fyrir C keppendur. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá mótsins og keppendalista.
04.04.2013
Laugardaginn 6. apríl verður haldið Vinamót LSA fyrir C keppendur. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá mótsins og keppendalista.
04.04.2013
Háfjallaveikin er enn að stríða stelpunum í landsliðinu og hefur það haft áhrif á gang mála í leikjum liðsins. Súrefniskútar koma að góðum notum.
03.04.2013
Í tilefni af frábærum árangri íshokkíliðanna okkar ætlar Atlantsolía að veita AO-dælulykilshöfum aukalega 10 krónu afslátt af eldsneyti laugardaginn 6. apríl.
03.04.2013
Íslenska kvennalandsliðið tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á HM í morgun. Sarah Smiley getur ekki hætt að skora.
02.04.2013
Núna í vikunni halda hokkíkrakkar í 4. flokki suður til Reykjavíkur til þátttöku í helgarmóti á vegum Bjarnarins í Egilshöllinni. Mótið er að hluta liður í Íslandsmótinu í 4. flokki, en eins og áður hefur komið fram hér á sasport hafa bæði A- og B-lið 4. flokks Skautafélags Akureyrar haft mikla yfirburði í vetur og hefur SA þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.
02.04.2013
Í pistli Margrétar Ólafsdóttur fararstjóra íslenska kvennalandsliðsins í íshokkí sem er á Spáni þessa vikuna að taka þátt í HM kemur fram að nokkrar úr liðinu urðu fyrir óskemmtilegri upplifun í síðari hluta leiks og eftir leik í gær.
01.04.2013
Það getur ekki annað verið en að Thelma María Guðmundsdóttir, landsliðskona úr Skautafélagi Akureyrar, hafi sett met í morgun þegar hún lék sinn fyrsta landsleik í íshokkí og skoraði fyrsta mark Íslands eftir aðeins 40 sekúndna leik. Ísland sigraði Suður-Afríku með fimm mörkum gegn einu.
31.03.2013
Listhlaupsstelpurnar okkar halda áfram að gera það gott erlendis. Þær luku vel heppnaðri viku í æfingabúðum Alþjóða skautasambandsins í Póllandi með frábærum árangri á World Developement Trophy.
29.03.2013
Nú þegar meirihluti Íslendinga er í fríi, slakar á og nýtur útiverunnar og góða veðursins hafa stelpurnar í hokkílandsliðinu verið á fullu við æfingar í Skautahöllinni á Akureyri. Áhugasamir geta létt undir með landsliðinu með fjárframlögum.