Íslandsmótið í krullu: Mammútar og Garpar öruggir áfram

Tvö lið eru örugg um sæti í úrslitakeppninni að loknum fimm umferðum, en hin fimm eiga öll möguleika ennþá.

Fjórir frá SA í U-18 landsliðinu

Vilhelm Már Bjarnason, þjálfari U-18 landsliðs karla í íshokkí, hefur valið landsliðshópinn fyrir þátttöku í HM. Fjórir SA-menn eru í liðinu.

Jötnar fá Húna í heimsókn í kvöld

Jötnar og Húnar mætast í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 19.30.

Tíu marka sigur Ynja í Laugardalnum

Ynjur sigruðu SR með tíu mörkum gegn engu í Laugardalnum í gærkvöldi.

Íslandsmótið í krullu: Munið eftir þátttökugjaldinu

Eindagi greiðslu þátttökugjalds í Íslandsmótinu í krullu er 28. febrúar. Hafi lið ekki greitt gjaldið á eindaga er keppni þess þar með lokið.

Íslandsmótið í krullu: 5. umferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 25. febrúar, fer fram fimmta umferð Íslandsmótsins í krullu.

Frábær árangur á Vetrarmóti ÍSS

Keppendur úr röðum SA unnu til gullverðlauna í fimm flokkum á Vetrarmóti ÍSS sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri um helgina. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, Emilía Rós Ómarsdóttir, Marta María Jóhannsdóttir, Pálína Höskuldsdóttir og Aldís Kara Bergsdóttir unnu sína flokka.

Ynjur heimsækja SR í kvöld

Í kvöld kl. 20.15 mæta Ynjur liði SR á Íslandsmótinu í íshokkí kvenna. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni í Laugardal.

Vetrarmót ÍSS: Úrslit ljós í fjórum flokkum

Keppni er lokið í fjórum flokkum á Vetrarmóti ÍSS sem fram fer í Skautahöllinni á Akureyri núna um helgina. SA-stelpur með tvenn gullverðlaun á fyrri degi.

Sigur í Laugardalnum

Víkingar skoruðu fjögur mörk gegn tveimur mörkum SR-inga í kvöld. Framundan er hreinn úrslitaleikur um efsta sæti deildarinnar og oddaleiksréttinn gegn Birninum.