Marjomótið: Mammútar unnu

Mammútar sigruðu Víkinga í úrslitaleik mótsins. Skytturnar unnu Riddara í leik um bronsið.

Marjomótið: Úrslitaleikirnir í kvöld

Í kvöld, mánudagskvöldið 18. apríl, fara fram úrslitaleikir um sæti í Marjomótinu. Sigurlið riðlanna leika um gullverðlaun, liðin í 2. sæti riðlanna um bronsverðlaun og svo koll af kolli um öll sæti mótsins.

Páskar í Skautahöllinni

Nú eru skólarnir komnir í páskafrí og sömuleiðis hefur dagskráin í skautahöllinni breyst.  Opið verður alla páskana frá kl. 13 - 17 og því um að gera fyrir almenning og auðvitað iðkenndur félagsins að mæta á svellið.  Einhverjar æfingar verða hjá deildum en þær eru auglýstar sérstaklega á heimasíðum deilda. 

Tímatafla páskaæfinga

Hér er tímatafla æfinga í páskafríinu..

Akureyrarmót 2011

Á Akureyrarmótinu í listhlaupi sem lauk í dag var krýndur nýr Akureyrarmeistari í listhlaupi á skautum. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í Novice A flokknum og hlaut því titilinn Akureyrarmeistari í listhlaupi á skautum 2011. Hún hefur staðið sig gríðarlega vel í vetur, unnið vel og er því vel að titlinum komin. Við óskum Hrafnhildi Ósk innilega til hamingju með titilinn og frábæran árangur í vetur.

Akureyrarmótið gekk vel og stóðu stelpurnar okkar sig gríðarlega vel og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn í dag.

Myndir frá mótinu er hægt að skoða HÉR.

ÆFINGAR Á MORGUN SUNNUDAG

Það verða æfingar á morgun!

C1 + C2 eru kl. 8:15-10:00

D er kl. 10:00-11:00 (ekki leikskólahópurinn)

A og B eru um kvöldið eins og venjuleg tímatafla sýnir

:D

Ice Cup: Líður að lokum skráningarfrests

Skráningarfrestur á Ice Cup rennur út 22. apríl. Liðsstjórar eru beðnir um að staðfesta skráningu og liðsskipan.

Akureyrarmót 2011

Nú liggur fyrir drög að dagskrá ásamt keppnisröð á Akureyrarmótinu sjá nánar hér

Marjomótið: Gísli og Jens leika til úrslita

Víkingar og Mammútar í úrslit, Skytturnar og Riddarar leika um bronsið.

Marjomótið: 3. umferð

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 13. apríl, fer fram þriðja og síðasta umferð í riðlakeppni Marjomótsins.