Karfan er tóm.
Skautabuxurnar eru loksins komnar í hús, þær sem vilja fá buxur og eru ekki búnar að panta þær endilega sendið mér SMS ég er í R.vík og ætlunin er að koma með þær heim um helgina. Ég er ekki búin að fá verð á þær en þær hækka eitthvað.
kv. Allý 8955804
Algjör skyldumæting er á fimmtudagsæfingunni. Leikmenn eiga að vera klárir í galla 20 mín fyrir æfingu.
Kveðja Josh...
Í dag miðvikudaginn 16. september er fyrsta æfing hjá byrjendum og styttra komnum. Allir geta mætt og prófað! Æfingin hefst á ís kl. 16:40 og stendur til 17:20, eftir það er afístími frá 17:30-17:50. Munið að koma með íþróttaskó með ykkur. Hlökkum til að sjá ykkur :)
Það er líka skráningardagur hjá okkur fyrir alla iðkendur, endilega komið við í höllinni og hittið okkur!
Laugardaginn 19 sept. mun meistaraflokkur S.A. fá Björninn í heimsókn. Leikurinn hefst stundvíslega kl 17:30..
Þriðjudaginn 15. sept, falla niður æfingar í Laugargötu hjá Hóffu vegna veikinda!
Sjáumst hress í næstu viku :)