Umfjöllun um æfingabúðirnar á N4

Umfjöllun um listhlaupa- og hokkíæfingabúðirnar verða á N4 í kvöld kl:18:15 og svo á klukkustundar fresti til morguns. Á morgun má svo sjá umfjöllunina á http://n4.is/tube/

Krullunámskeið - danskur leiðbeinandi

Ef næg þátttaka fæst ætlar Krulludeildin að bjóða upp á námskeið fyrir krullufólk helgina 29.-30. ágúst.

Æfingar laugardaginn 8. ágúst

  • Afís fellur niður á morgun og ekkert um að vera í fundarherbergi vegna fjarveru þjálfara
  • 3. hópur mætir með 2. hóp en 1. og 2. hópur mætir á sínum venjulegu tímum
  • Það er ekki boðið upp á hádegismat á morgun svo allir verða að taka með sér nesti

Nýr formaður

Frá og með deginum í dag mun Jóhanna láta af störfum í stjórn Listhlaupadeildarinnar. Hilda Jana mun taka við og starfa sem formaður út veturinn. Jóhönnu eru þökkuð vel unnin störf í þágu deildarinnar, sem þó er ekki lokið því hún mun taka við sem mótstjóri veturinn 2009-2010.

 

 

Old Boys "íshokkí námskeið"

Nú á að kenna okkur Old Boys spilurum betri skautatækni, skottækni og umfram allt staðsetningar og spil, ekki slæmt? (eða ekki veitir af). Reiknað er með tveimur síðustu vikunum í ágúst og verður æft 3x í viku og tveir tímar í senn. Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að hafa samband við Björn Guðmundsson í síma 869-5060 til að skrá sig eða fá nánari útskýringar.

Skautaskóli fyrir börn

Skautaskóli fyrir börn verður haldinn dagana 10.-21. ágúst fyrir börn fædd 2005 og fyrr. Mán. Mið og Fim. kl:17-18. Skólinn hentar bæði börnum sem hafa enga og nokkra reynslu. Námskeiðið kostar 4000.- (annað systkyn 2000.- þriðja systkyn og fleiri frítt) Námskeiðið er niðurgreitt af Velferðarsjóði barna. Skráning á netfangið skautar@gmail.com Allar nánari upplýsingar í s. 864-7415. Vanir þjálfarar sjá um námskeiðið.

Vonumst til þess að sjá sem flesta

Matseðill fyrir æfingabúðirnar

Hér má sjá matseðilinn fyrir æfingabúðirnar. Fyrirtæki í bænum gefa börnunum mat í æfingabúðunum og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn. Þau fyrirtæki sem styrkja búðirnar með mat eru: Strikið, Bautinn, Greifinn, Jón Sprettur, Norðlenska, Friðrik V, Hótel KEA, Vífilfell, Nettó og ísbúð Brynju. Takk fyrir stuðninginn!

Æfingabúðir hefjast á morgun þriðjudaginn 4. ágúst!

Þá er biðin loksins á enda og æfingabúðirnar okkar hefjast á morgun þriðjudaginn 4. ágúst. Allir hópar mæta stundvíslega 08:50 í skautahöllina, finna sinn klefa og hitta Helgu Margréti upp í fundarherbergi kl. 09:00 þar sem farið verður yfir nokkra hluti áður en afísæfing hefst. Hver hópur fær sinn klefa og má geyma skautabúnað og fatnað alla virka daga svo lengi sem allt er sett í tösku og hengt upp á snaga. Það verður að tæma klefana á föstudögum svo hægt sé að þrífa almennilega. Í öllum klefum verða stundatöflur og svo er hægt að nálgast þær hér á heimsíðunni líka. Í 2. viku fá allir afhenta æfingabók sem verður kynnt fyrir iðkendum í fundarherbergistíma mánudaginn 10. ágúst. Minni alla á að mæta í viðeigandi klæðnaði bæði á ís og afís! Að lokum vil ég minna alla á íþróttamannslega hegðun, kurteisi gagnvart öðrum iðkendum, starfsfólki og þjálfurum og vona að allir muni eiga góðan tíma í æfingabúðunum :)

MEISTARAFLOKKSMENN ATHUGIÐ!!!!!

þAÐ Á AÐ SKAUTA Í KVÖLD KL 20:00!!!

ALLIR AÐ MÆTA!

Ekki farið að hjóla á morgun

Vegna frekar leiðinlegrar veðurspár munum við ekki fara að hjóla á morgun, þess í stað verður afísæfing á hefðbundnum tíma í skautahöllinni. Æfingin verður með öðru sniði en venjulega, við gerum eitthvað skemmtilegt :)