Karfan er tóm.
Kynningarfundur á Akureyri - í Íþrottahöllinni á Akureyri
Laugardaginn 26. september 2009 verður haldinn kynningarfundur um IJS (Alþjóðadómarakerfið) í Íþróttahöllinni á Akureyri v/Skólastíg.
Guðbjört Erlendsdóttir sem er með ISU International judging réttindi og Linda Viðarsdóttir sem er TS ( Technical Specialist) með Landsdómara réttindi munu stjórna kynningunni.
Kynningin hefst kl. 10:00 og er opin öllum sem hafa áhuga á því að kynna sér dómarakerfið.
Við hvetjum bæði iðkendur, þjálfara, stjórnarmenn, foreldrafélag og foreldra til að mæta.
Keppnisgjöld vegna haustmóts sem verður um helgina 26-27.september verða að greiðast í dag!
Reikningsnúmer:1145-26-003770-5102003060. Kr.2000,- Og muna að senda staðfestingu á greiðslu með nafni keppanda á didda@samvirkni.is
Þriðjudagin 29 september mega iðkendur í 4 og 5 flokk bjóða vini með sér á æfingu.
Nú er komið að skráningu krakka í 5-6-7 flokk og byrjendur fyrir mót í skautahöllinni Laugardal 9-11 okt 2009.Rútan mun leggja af stað frá skautahöllinni um kl 13 á föstudeginum og það verður gist á Farfuglaheimilinu í Laugadalnum.
Það þurfa ALLIR að vera búnir að skrá sig fyrir kl 17 sunnudaginn 25 september.
Laugardaginn 26.sept kl:10-12 verður haldið námskeið og fyrirlestur um IJS og spurningum foreldra og stjórnarmanna svarað. Námskeiðið er hugsað fyrir alla foreldra og stjórnarfólk sem vill kynna sér betur dómarakerfið og hvernig það virkar. Endilega allir að fjölmenna - staðsetning auglýst síðar.