Breyttar æfingar föstudag-sunnudag!

Vegna Haustmóts ÍSS um helgina verða breyttar æfingar og einnig verður við að fella nokkrar æfingar niður. Sjá lesa meira.

Myndir frá KEAmótinu

Við auglýsum hér með eftir myndum frá KEA mótinu til að setja á heimsíðuna, ekki bara frá verðlaunaafhendingunni heldur líka af ísnum :) Ef einhverjir eiga myndir endilega setjið á disk og látið Helgu Margréti fá.

Mætingaplan fyrir Haustmót ÍSS

Hér er mætingaplan fyrir Haustmótið sem fram fer um helgina. Vinsamlegast kíkið á síðu Skautasambandsins og athugið í hvaða upphitunarhóp þið eruð.

Breyting á æfingum núna um helgina hjá 5-6-7 flokk og byrjendum

5 flokkur má sofa út á laugardaginn en mætir á sunnudag í staðinn.
5 flokkur og 6 flokkur mæta í íþróttahúsið í Oddeyrarskóla á æfingartíma milli 11-12  á sunnudag.
7 flokkur og byrjendur mæta í íþróttahúsið í Oddeyrarskóla á æfingartíma milli 12-13 á sunnudag. 
Klæðnaður íþróttaföt og íþróttaskór ef þeir eru til

Keppnisröð á Haustmóti ÍSS

Búið er að draga keppnisröð Haustmótsins, smellið HÉR.

Munið keppnisgjöldin!!

 Lokadagur á morgun til að greiða keppnisgjöld fyrir mótið sem er 3-4.okt !!

 

Reikningsnúmerið er: 1145-26-003770-5102003060 og munið að senda staðfestingu með nafni keppanda á didda@samvirkni.is

3500 kr. fyrir eitt prógramm og 5500 fyrir tvö (Novice)

Úrslit KEA mótsins

KEA mótið um síðustu helgi var fyrsta mót vetrarsins og alls tóku 25 keppendur þátt í í samtals 6 flokkum.  Úrslit mótsins urðu þessi:

Umboðssala á skautavarning frá Arena

Foreldrar og forráðamenn

Rakel í foreldrafélaginu er komin með umboðssölu fyrir skautavarning frá Arena sem er á Eiðistorgi í Reykjavík. Hún er með smávarning, sokkabuxur, pils og skautakjóla svo að eitthvað sé nefnt. Rakel ætlar að vera með eitthvað til sýnis á foreldrafundinum á morgun 1. október. Er einnig með möppur stútfullar af alls kyns skautafatnaði.

Síminn hjá Rakel er 6625260 - ykkur er velkomið að hringja í hana og kynna ykkur það sem hún hefur á boðstólnum

Evrópumót blandaðra liða - European Mixed Curling Championship

European Mixed Curling Championship - Evrópumót blandaðra krulluliða - stendur nú yfir í Prag í Tékklandi.

Laust pláss á Tårnby Cup

Hefur þú áhuga á að krulla í Danmörku í nóvember?