ÁRSHÁTÍÐ SA 2009 Í ALLANUM

Laugardaginn 18. apríl. Húsið opnar kl.20,30. Matur, Skemmtiatriði, Verðlaunaafhending og Rokkstjörnur.  Miðaverð 3.500,-  Miðapantanir hjá Helga í síma 8565878 fyrir 15. apríl.  Allir að mæta OldBoys og foreldrar líka.

SÖFNUN

Viljum minna á að hægt er að fara með flöskur í endurvinnsluna og leggja inn hjá Listhlaupadeild og safna fyrir æfingabúðunum. Þú ferð með flöskur og segist ætla að leggja inn á deildina og kvittar  NAFN BARNSINS sem á þann pening, tilvalið fyrir ættingja, þ.e. frænku, frænda, systir, bróðir, ömmu og afa að leggja inn og stirkja sitt skautabarn. HVERT BARN SEM ER LAGT INN Á Á SINN PENING ÞAÐ FER EKKI Í SAMEIGINLEGAN POTT. En ef einhver vill stirkja deildina þá er honum velkomið að gera það og kvittar þá listhlaupadeild eða LSA.

STJÓRNIN

 

Mammútar unnu Marjomótið.

Garpar og Mammútar enduðu jafnir að stigum með 38 stig. Skotkeppni þurfti til að útkljá sigurvegara í Marjomótinu.

Foreldrafundur barna í basic test

Mjög stuttur upplýsingafundur fyrir foreldra þeirra barna sem eru að fara í basic test, verður á miðvikudaginn n.k. 8. apríl kl:18:00 í fundarherberginu í skautahöllinni.

Um er að ræða foreldra eftirtalinna barna: Guðrún Brynjólfs, Hrafnhildur Ósk, Hrafnkatla, Hrafnhildur Lára, Hulda Dröfn, Sara Júlía, Arney Líf, Berghildur Þóra, Heba Þórhildur, Hildur Emelía, Lóa Aðalheiður, Emilía Rós

Páskafrí hjá 1. og 2. hóp!

Páskafrí hjá 1. og 2. hóp byrjar 5. apríl og hefjast aftur æfingar miðvikudaginn 15. apríl.

Lokaumferð Marjomótsins á mánudagskvöld.

Það er ljóst að annað hvort Garpar eða Mammútar munu sigra í Marjomótinu sem lýkur á mánudagskvöld.     

Ivana 14. á heimsmeistaramóti í listhlaupi 2009

Ivana dóttir Ivetu gestaþjálfara varð 14. á heimsmeistaramóti í listhlaupi sem haldið var í Los Angeles nú á dögunum. Hún er aðeins 16 ára gömul og er með þeim allra yngstu sem keppa á þessu móti. Við viljum óska henni/þeim innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fá þau öll til okkar í ágúst :)

SA vann aftur

SA vann aftur í kvöld, nú 4 - 3. Leikurinn var bísna jafn og spennandi og skemmtilegur á að horfa. Jafnt var í lok 1.lotu 1 - 1, einnig eftir 2.lotu 2 - 2. SA var síðan á undan að skora í 3.lotu, fyrst á 45.mín. og svo á 54.mín. Björninn setti sitt 3. mark síðan á 56.mín og staðan þá orðin 4:3 og allt opið, en SA hélt sínu til enda og hafði sigur.  Góóóðar  SA !!!!!

Leik gærkvöldsins lauk með sigri SA kvenna

SA stúlkur unnu 5 - 4 með sigurmarki á 58. mínútu eftir forystu Bjarnarstúlkna fram á 55. mínútu er SA jafnaði. Með sigri tryggði SA sér Íslandsmeistaratitilinn.   Góóóóðar SA !!!!!

HM karla í krullu hefst laugardaginn 4 apríl.

Mótið sem haldið er í Moncton, New Brunswick í Kanada stendur yfir frá 4. til 12. apríl.