Sparisjóður Höfðhverfinga veitir Skautafélaginu fjárstyrk

Sparisjóður Höfðhverfinga hefur veitt Skautafélagi Akureyrar fjárstyrk sem afhenntur var á aðalfundi sparisjóðsins á Grenivík á dögunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Sparisjóðurinn styrkir íþróttafélög á Akureyri en tvö önnur félög í bænum fengu einnig styrk. Styrknum verður varið í barna- og unglingastarf deilda Skautafélagsins og kann félagið þökkum til sparisjóðsins fyrir fjárstyrkinn sem mun komast til góðra nota í þágu iðkennda.

Vormót hokkídeildar 2019 er hafið

Vormót hokkídeildar hófst í gær en um 140 þáttakendur eru í mótinu í ár í 13 liðum og 4 deildum. Spilað verður alla mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og sunnudaga í maí en síðustu leikirnir fara fram 26. maí. Liðskipan og dagskrá má finna hér vinstra megin á valmyndinni á hokkísíðunni. Góða skemmtun!

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar þriðjudaginn 14. maí kl. 20.00

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar þriðjudaginn 14. maí kl. 20.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Jussi Sipponen kveður SA

Aðalþjálfari SA íshokkí hann Jussi Sipponen er á förum frá félaginu eftir að hafa verið í fjögur ár í brúnni. Jussi mun snúa aftur til síns heima og taka við liðinu sem hann kom frá í upphafi en þar tekur Jussi við sem þjálfari karlaliðsins og U-18 ára liði VG-62 í heimabænum sínum Naantali í Finnlandi. Það er með söknuði sem Skautafélagið kveður Jussi sem hefur svo sannarlega hitt í hjartastað í hokkífjölskyldunni á Akureyri.

Aðalfundur Krulludeildar

Aðalfundur Krulludeildar SA verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 18:30

Einstakur árangur SA íshokkí sem vann alla mögulega titla tímabilsins 2018-2019

Íshokkídeild Skautafélags Akureyrar náði þeim einstaka árangri á tímabilinu 2018-2019 að vinna alla mögulega titla sem í boði voru í íslensku íshokkí. Félagið vann deildarmeistaratitlana og Íslandsmeistaratitlana í meistaraflokki karla og kvenna. Meistaraflokkur karla vann einnig bikarmeistaratitilinn í ár ásamt því að vinna fyrstu umferð Evrópukeppnninnar Continental CUP og náði 3. sætinu í þriðju umferð keppninnar. Þá varð félagið Íslandsmeistari í öllum unglingaflokkunum 2., 3. og 4 flokk bæði A og B liða.

AÐALFUNDUR HOKKÍDEILDAR

Aðalfundur hokkídeildar verður haldin í Skautahöllinni mánudaginn 13. maí kl. 20:00. Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin.

SA Íslandsmeistari í 3. flokki 2019

3. flokkur SA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí nú um helgina þegar liðið lagði Björninn tvívegis að velli og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn. SA liðið vann 10 leiki af 12 í vetur en SR var í öðru sæti 6 stigum á eftir SA og Björninn í því þriðja. Glæsilegur árangur hjá flottu liði og við óskum þeim öllum til hamingju með Íslandsmeistaratitlinn og frábært tímabil.

Úrslitaleikir í Ice Cup 2019

Úrslitaleikir í Ice Cup 2019 fara fram í dag kl. 14:30

Ice Cup 2019

Results of the first day games at Ice Cup