16.08.2017
Hokkídeild SA hefur verið með byrjendanámskeið fyrir börn á aldrinum 3-6 ára síðustu daga en um 15 börn hafa tekið þátt í námskeiðinu. Sarah Smiley yfirþjálfari er margreynd með námskeið fyrir krakka á þessum aldri og hafa öll börnin skemmt sér vel og náð góðri færni. Það er björt framtíðin hjá þessum ungu krökkum sem eru að stíga sín fyrstu skref á skautum en framfarirnar hafa verið ótrúlegar og verður sérlega gaman að fylgjast með krílaflokknum í vetur.
15.08.2017
Æfingabúðir hokkídeildarinnar hafa nú staðið yfir síðan á síðasta þriðjudag og klárast næsta föstudag. Engar æfingabúðir voru síðasta sumar vegna framkvæmdanna og því mikil lukka fyrir iðkenndur að fá kost á þessum æfingabúðum áður en tímabilið hefst. Hópnum er skipt í tvennt þar sem yngri iðkenndur eru fyrir hádegi og þeir eldri eftir hádegi. Prógramið fyrir hvorn hóp er um 6 klst á dag þar sem eru tvær ísæfingar, tvær afís-æfingar og fræðsla. Yfir 60 krakkar hafa tekið þátt í æfingabúðunum í ár og þar á meðal fjórir drengir úr Reykjavík sem gerði æfingabúðirnar enþá skemmtilegri. Um 10 þjálfarar hafa staðið vaktina en í síðustu viku var einnig gestaþjálfari frá Hockey Kanada sem stýrði æfingabúðunum hann Andrew Evan og lagði hann áherslu á tækniæfingar sem er hans sérgrein. Sarah Smiley er svo yfirþjálfari þessa vikuna ásamt því að sjá um byrjendanámskeið fyrir börn á aldrinum 3-5 ára.
07.08.2017
Æfingabúðir SA hefjast í fyrramálið en æfingar verða allann daginn bæði hjá Hokkídeild og Listhlaupadeild. Þá verða deildirnar með sameiginlegar byrjendaæfingar sem verða milli 16.20 og 17.00.
28.07.2017
Opnað hefur verið fyrir skráningar í æfingabúðir LSA í ágúst
28.06.2017
Byrjendanámskeið í Listhlaupi á skautum 8.-18. ágúst fyrir alla krakka á aldrinum 5-10 ára. Kennslan fer fram frá kl. 16:20-17:00
06.06.2017
SKAUTADISKÓ UM HELGINA. LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 17-19.
ALLIR VELKOMNIR
31.05.2017
Skráning í Sumarskautaskóla LSA er í fullum gangi til og með 2. júní.
24.05.2017
Búið er að opna fyrir skráningar í æfingabúðir LSA í júní
24.05.2017
LSA býður upp á Sumarskautaskóla fyrir byrjendur og lengra komna frá 8. - 14. júní. Skráningar fara fram á iba.felog.is þegar hefur verið opnað fyrir skráningar.
23.05.2017
Listhlaupadeildin býður ykkur velkomin á Vorsýningu LSA - RETURN OF THE POWER -
Sunnudaginn 28. maí kl. 11:45. Aðgangseyrir 1500 krónur.
Foreldrafélagið verður með kaffisölu í hléi.
VIÐ ERUM EKKI MEÐ POSA.