19.05.2017
Æfingabúðir LSA á Akureyri í júní 2017. Nánari upplýsingar um verð og dagskrá verða birtar fljótlega.
17.05.2017
Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 25. maí kl. 20.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
16.05.2017
Aðalfundur Hokkídeildar Skautafélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 22. maí kl. 20,00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.
16.05.2017
Boðað er til aðalfundar Krulludeildar Skautafélags Akureyrar mánudaginn 22. maí kl. 18.00 í fundarherbergi Skautahallarinnar.
15.05.2017
Aðalfundur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar/LSA
Verður haldinn þriðjudaginn 23. maí nk. kl. 20.00 í fundarherbergi skautahallarinnar.
14.05.2017
George Kenchadze tók við stöðu yfirþjálfara listhlaupadeildar í byrjun maí og bjóðum við hann velkomin til starfa.
10.05.2017
Vormót hokkídeildar hófst í gær en um 140 þáttakendur eru í mótinu í ár í 18 liðum og 4 deildum. Spilað verður í I, II og III deild alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga í maí en síðustu leikirnir fara fram 25. maí. Royal deildin fer fram á mánudögum en þar verður spilað í blönduðum liðum.
05.05.2017
Í maí stendur Skautafélag Akureyrar fyrir hokkínámskeiði fyrir krakka sem fæddir eru 2011-2013. Tímar verða á fimmtudögum og sunnudögum 7.-21. maí.
Námskeiðis samanstendur af 5 æfingum á tveimur vikum. Fyrsti tíminn verður 7.maí kl.12:00-12:50.
Verð er 3000 kr og er allur búnaður til staðar í Skautahöllinni.
05.05.2017
Íshokkístelpan Kolbrún Garðarsdóttir tók þátt í World Selects Invitational U15 sem fram fór í Bolzano á Ítalíu nú í vikunni. Kolbrún var valin í lið SHD þar sem stúlkurnar komu frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og Þýskalandi. Mótið er haldið fyrir bestu leikmenn í heimi í U15 í dag og var mótið samsett af liðum frá bestu hokkísvæðunum í norður-Ameríku og bestu landsliðum heims ásamt úrvalsliðum eins og því sem Kolbrún var valin í. Liðið hennar Kolbrúnar SHD tapaði öllum leikjum sínum en Kolbrún var bæði stiga og markahæst í sínu liði á mótinu.