14.04.2016
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí mætir Serbíu í dag á HM á Spáni en leikurinn hefst kl 14.30. Leikurinn er sýndur beint hér.
11.04.2016
Karlalandsliðið í íshokkí sigraði Kína á HM í gær með 7 mörkum gegn 4 og tylltu sér þannig í þriðja sæti riðilsins, stigi á eftir Belgum og Hollandi. Jóhann Már Leifsson skoraði tvö mörk í leiknum en Ingvar Þór Jónsson átti einnig tvær stoðsendingar í leiknum og Hafþór Andri Sigrúnarson eina.
10.04.2016
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí mætir Kína í dag í öðrum leik sínum á HM sem fram fer á Spáni. Leikurinn hefst kl 14.30 og er sýndur beint hér.
08.04.2016
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí hefur keppni á HM í Jaca á Spáni á morgun þegar liðið mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Þessi lið mætust einnig í fyrsta leik á HM á síðasta ári sem fram fór í Reykjavík en þá hafði Ísland betur 3-0 en Ísland hafnaði í fimmta sæti á mótinu en Belgía í öðru sæti. Leikurinn á morgun hefst kl 11.00 á íslenskum tíma og er sýndur beint hér.
03.04.2016
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigraði sinn flokk á lokamóti European Criterium sem fram fór á Canazei í Ítalíu um helgina og mótaröðina samanlagt.
02.04.2016
Rebekka Rós Ómarsdóttir hafnaði í 2 sæti í Canazei á Ítalíu í dag.
01.04.2016
Leikur Íslands og Serbíu hófst kl 11.00 og staðan er 0-0 eftir fyrstu lotu. Leikurinn er gríðarlega þýðingarmikill fyrir Íslenska liðið því með tapi gæti liðið fallið um deild en með sigri gæti liðið náð brons verðlaunum á mótinu. Leikurinn er í beinni útsendingu hér.
31.03.2016
Íslenska U-18 liðið í íshokkí mætir Eistlandi í dag kl 14.30 en það er hægt að horfa á leikinn í beinni útsendingu á netinu hér. Ísland tapaði fyrir Spáni með þremur mörkum gegn engu á þriðjudag en mæta nú feikna sterku Eistnesku liðið sem hafa unnið alla sína leiki í mótinu hingað til.
30.03.2016
IceHunt sér um næstu krulluæfingu.
29.03.2016
Íslenska U-18 liðið í íshokkí mætir Spáni í dag á heimsmeistaramótinu í Valdemora á Spáni en leikurinn hefst kl 18.00. Leikurinn er í beinni útsendingu á netinu en slóðina má finna hér.