ÁRSHÁTÍÐ OG EVROVISJÓN PARTY NARFA OG SKAUTAFÉLAGS AKUREYRAR!!

Árshátíðin verður haldin á Fiðlaranum 4. hæð laugardaginn 21.maí. Húsið opnar kl 19:45 og mun matur hefjast kl 20:30. Evrovisjón verður sýnt á breiðtjaldi, einnig munu feðgarnir Jónsteinn og Elvar sjá um að skemmta fólki. FÍLLINN fyndnasti maður íslands kemur og verður með smá uppistand. Við hvetjum alla að mæta og sletta ærlega úr klaufunum. Miðaverð er kr.3500 á kjaft. Miðapantanir eru í síma 461-3222 hjá Helga og svo hjá Hédda 893-2282. Allir að MÆÆÆÆÆÆÆTAAAAAAAAA!!!!!!!!!!!

S.A. vann!!

S.A. vann S.R. 8-2 í gærkvöld. S.A. sýndi loksins sitt rétta andlit og yfir spilaði S.R. 3 leikur liðanna verður á þriðjudag í Reykjavík kl 20:00 og ætla S.A. menn sér ekkert annað en sigur. ÁFRAM S.A.!!!!!! staðan er núna jöfn 1-1 í baráttunni um íslandsmeistara titilinn.

S.A. VS s.r.

Íshokki íshokki íshokki. Nú um helgina eigast við S.A. og S.R. í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í íshokki. Ekki er annað hægt að segja en að leikmenn S.A. tvíefldir fyrir þennan leik, eftir hrakfallir í fyrsta leik. Strákarnir okkar ætla sér ekkert annað en sigur í þessum, sem og í næstu tvemur leikjum. Því vonum við að fólk komi og troðfylli höllina, verði með brjáluð læti og geri allt vitlaust í höllinni. Leikurinn hefst kl 17:00 á laugardaginn, allir að mæta og ÁFRAM S.A.!!!!!!!!!!!!! Og það er skyldu mæting hjá öllum flokkum, krakkar takið mömmu og pabba með, ömmu og afa, frænda og frænkur!!

Vorsýningin VOR Í LOFTI

Í dag fimmtudaginn 21. apríl kl. 17:00 verður vorsýning listhlaupadeildarinnar og ber sýningin heitið VOR Í LOFTI!  Allir eru velkomnir og er aðgangseyrir kr. 500 en ókeypis fyrir 12 ára og yngri.

1. leikurinn í úrslitum SR - SA

SR-SA. SR leiðir 3-1 eftir 1. lotu. Staðan eftir 2 lotur er 7-5 fyrir SR. Leikurinn hraður og skemmtilegur. Leiknum lauk með sigri SR 9-6.

Myndir frá Landsbankamótinu um síðustu helgi

Smelltu hér til að skoða

Íslandsmeistarar Kvenna 2005

Eftir leikinn á laugardagskvöld tóku stelpurnar við Íslandsbikar kvenna sem er farand-bikar og eignabikar ásamt gull-medalíum. Hér má skoða myndir af viðburðinum.

7 á hættuslóð

eða,  “Þegar stelpurnar fóru suður til að taka við bikarnum”

5-7 flokkur á heimleið

Þau verða væntanlega við Skautahöll uppúr kl. 20:00.

Landsbankamót 5-6-7 flokkur og fl.

Jæja, í dag er sunnudagur og allir glaðir eftir skemmtilegan gærdag þar sem 5.fl. tapaði tvisvar naumt og gerði eitt jafntefli í æsispennandi og jöfnum leikjum, 6.fl. vann sína þrjá suma stórt og aðra stærra og sjöundi fl. spilaði svo sannarlega með hjartanu og hafði gaman af. Í pásunni eftir hádegið var að farið í sund í grafarvoginum og síðan í keilu í Öskjuhlíð og deginum lauk með ærlegri pizzaveislu á gistiheimilinu. það er líka gaman að segja frá því að í leikjum dagsins var heilmikill kraftur og gleði en dómarar leikjanna sáu til þess að enginn fór fram úr sjáfum sér í ákafanum þannig að til fyrirmyndar var, og þökkum við fyrir það. þess má líka geta í leiðinni að í leik sem hófst kl. 17.30 í Skautahöllinni á Akureyri á milli Mfl. SA. og Bjarnarins vann SA sannfærandi sigur og eins í 3fl. leik sem á eftir fór þar. hér fyrir sunnan í Egilshöllinni luku hins vegar kvennalið SA og Bjarnarins síðasta leik sínum í íslandamótinu sem hófst kl. níu um kvöldið og er skemmst frá því að segja að SA stelpur unnu (að venju) og tóku á móti bikarnum við mikla gleði. Svo það má með sanni segja að þetta hafi verið góður og viðburðaríkur dagur fyrir SA Hokkí. Víð erum nú á leið upp í Egilshöll þar sem 7. fl. spilar tvo leiki á eftir og 5.fl. einn og svo er áætlað að leggja af stað heim um tvöleitið með venjubundnu stoppi í Staðarskála. Myndir voru einhverjar teknar að venju og munu þær verða settar inn við fyrsta tækifæri.