Kvenalandsliðið komið til Nýja Sjálands

Þá eru stelpurnar komnar til Nýja Sjálands. Eftirfarandi frétt er tekin af vef ÍHÍ, en hefur ekkert frést frá fréttaritara sasport.is á svæðinu. TIl upprifjunar þá eru Stelpurnar í Dunedin sem er við Otago-skaga á suðureyjunni. Þetta eru rétt tæpir 18000 km héðan eins og krákan flýgur. Dunedin er á 170°austlægrar lengdar og um 45°suðlægrar breiddar. Þeir eru 12 tímum á undan okkur svo fyrsti leikur stelpnanna sem er á morgun kl 16:30 að startíma er klukkan hálf fimm í fyrramálið að okkar tíma. 

Ísland heldur sæti sínu í U18

Jæja drengirnir í U18 náðu takmarki sínu og héldu sæti sínu í 2. deild. Í síðasta leik mótsins unnu Ungverjar Rúmena 7-2 og þar með féllu Rúmenar í 3. deild. Þá er lokið þáttöku íslands í 2 af 4 landsliðsflokkum, nl. U20 og U18, og nú fer að líða að keppni A-landsliða kvenna og karla. Stelpurnar í S.A. héldu af stað í morgun áleiðis til Reykjavíkur, og allur hópurinn fer út á þriðjudagsmorgun.

Ísland - Mexikó 3-8 (2-2)(1-3)(0-3)

Árans andleysi lagðist yfir drengina í leiknum gegn Mexikóum. Þeir byrjuðu með látum og komust í 2-0 en Mexikóar jöfnuðu fyrir lok fyrsta leikhluta.

Tap fyrir Litháum

Leikurinn við Litháa byrjaði geysivel og drengirnir okkar leiddu 1-0 eftir fyrsta leikhluta, eftir tvo var staðan 1-2 Litháum í vil og ennþá allt opið en í þriðja leikhluta gékk allt á afturfótunum.

Stórsigur á Rúmenum

Strákarnir í U18 landsliðinu gerðu sér lítið fyrir og burstuðu lið gestgjafanna 10-1! (6-1)(2-0)(2-0). Guðmundir Guðmundsson opnaði markareikning liðsins og Gauti Þormóðsson fylgdi í kjölfarið með 3 mörk í röð í fyrsta leikhluta eða svokallað "natural hat-trick" Patrick Ericsson og Jón Úlfar Andrésson bættu við mörkum fyrir lok fyrsta leikhluta.

--- Tekið af vef ÍHÍ ---

24.03.2005
Pistill frá Rúmeníu

Hér kemur smá pistill frá Rúmeníu, hann var skrifaður í fyrradag en mjög erfiðlega hefur gengið að komast í internetsamband.

Ferðalagið hingað út gekk ágætlega fyrir utan smávægilegar tafir hér og þar vegna öryggisráðstafana á flugvöllum. Þrátt fyrir að hafa tékkað töskur liðsins alla leið frá Keflavík til Búkarest fóru nokkrar út í París en sem betur fer rákum við augun í þær og gátum tekið þær með okkur. Þegar á leiðarenda var komið kom þó í ljós að ein taska hafði glatast, ferðataskan hans Steinars Páls. Hún er nú fundin er á leið til okkar.

Æfingar um páskana!

Styðjum Stelpurnar !!

Kvennalandsliðið leggur á þriðjudaginn upp í langt og strangt ferðalag til að taka þátt í heimsmeistarakeppni í fjórðu deild. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar tefla fram kvennalandsliði í alþjóðlegri íshokkíkeppni. Keppnin er haldin í Dunedin á Otago á Nýja Sjálandi. Það eru tæplega 18000 kílómetrar (eins og krákan flýgur) sem stelpurnar eiga eftir að ferðast til að komast á keppnisstað (og annað eins heim :-) ). Þetta er lengsta keppnisferðalag sem íslenskt landslið í íshokkí hefur lagt upp í.

Eins og fram hefur komið hér á síðunni spilaði kvennalandsliðið æfingaleik við Gulldrengi SA sl. laugardag. Þá var tækifærið notað til að safna smá pening fyrir stelpurnar.

Myndir af kvennalandsliðinu og OldBoys

Smelltu hér til að skoða myndir af stelpunum á æfingu og hér til að skoða myndir frá leik kvennanna og gulldrengjanna

Ungverjaland - Ísland 7 - 2

Strákarnir okkar áttu í erfiðleikum með Ungverjana eins og búist var við fyrirfram. Ungverjar eru með firnasterkt lið nú eins og svo oft áður. Lokastaðan í leiknum var 7-2 (2-1, 5-0, 0-1). Birkir okkar skoraði seinna mark íslenska liðsins.