Karfan er tóm.
Strákarnir í U18 landsliðinu gerðu sér lítið fyrir og burstuðu lið gestgjafanna 10-1! (6-1)(2-0)(2-0). Guðmundir Guðmundsson opnaði markareikning liðsins og Gauti Þormóðsson fylgdi í kjölfarið með 3 mörk í röð í fyrsta leikhluta eða svokallað "natural hat-trick" Patrick Ericsson og Jón Úlfar Andrésson bættu við mörkum fyrir lok fyrsta leikhluta.
24.03.2005
Pistill frá Rúmeníu
Hér kemur smá pistill frá Rúmeníu, hann var skrifaður í fyrradag en mjög erfiðlega hefur gengið að komast í internetsamband.
Ferðalagið hingað út gekk ágætlega fyrir utan smávægilegar tafir hér og þar vegna öryggisráðstafana á flugvöllum. Þrátt fyrir að hafa tékkað töskur liðsins alla leið frá Keflavík til Búkarest fóru nokkrar út í París en sem betur fer rákum við augun í þær og gátum tekið þær með okkur. Þegar á leiðarenda var komið kom þó í ljós að ein taska hafði glatast, ferðataskan hans Steinars Páls. Hún er nú fundin er á leið til okkar.
Kvennalandsliðið leggur á þriðjudaginn upp í langt og strangt ferðalag til að taka þátt í heimsmeistarakeppni í fjórðu deild. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar tefla fram kvennalandsliði í alþjóðlegri íshokkíkeppni. Keppnin er haldin í Dunedin á Otago á Nýja Sjálandi. Það eru tæplega 18000 kílómetrar (eins og krákan flýgur) sem stelpurnar eiga eftir að ferðast til að komast á keppnisstað (og annað eins heim :-) ). Þetta er lengsta keppnisferðalag sem íslenskt landslið í íshokkí hefur lagt upp í.
Eins og fram hefur komið hér á síðunni spilaði kvennalandsliðið æfingaleik við Gulldrengi SA sl. laugardag. Þá var tækifærið notað til að safna smá pening fyrir stelpurnar.