5. - 7.flokkur Laugardalsmót

Jæja fyrsti dagur mótsins búinn og allir harla glaðir, ferðin suður gekk vel með matarstoppi í Staðarskála. Komum til Rvík. um 4 leitið og byrjuðum með heimsókn í Everest í kylfuleit fyrir Mike. Allir fóru inn að skoða og höfðu gaman af. Svo var farið í gistiheimilið og eldað hakk og pasta fyrir allan mannskapinn og svo mætt í skautahöllina kl. 19 þar sem mótið var sett korteri seinna. Sjöundi flokkur spilaði sinn 1. leik kl 19.30 við SR og tóku nokkurn skell. 6. flokkur spilaði svo við Björninn B og hafði þar nokkra yfirburði. Þergar þetta er skrifað eu allir komnir í ró og safna kröftum fyrir morgundaginn

2.fl. Suðurferð

Lagt verður af stað frá Skautahöllinni kl 13:00 á morgun Laugardag. Hafið með ykkur góða skapið og nesti ef vill.

Karlalandsliðið

Stanislav Berger þjálfari karlalandsliðsins hefur valið hóp til æfinga sem hann boðar í æfingabúðir á Akureyri helgina 11. og 12. mars næstkomandi. Eftirtaldir leikmenn eru boðaðir til æfinga:


Þjálfunarbúði fyrir Senior Landsliðið (Camp)
Jón Trausti GuðmundssonGKSR
Birgir Örn SveinssonGKSR
Gunnlaugur BjörnssonGKNarfi
Guðmundur B. IngólfssonDBjörninn
Elvar JónsteinssonDNarfi
Ingvar Þór JónssonDSR
Guðmundur BjörgvinssonDSR
Kári ValssonDSR
Þórhallur ViðarssonDSR
Björn Már JakobssonDSA
Birkir ArnarssonDSA
Sigurður Sveinn SigurðarssonFNarfi
Daði Örn HeimissonFBjörninn
Brynjar ÞórðarssonFBjörninn
Hrólfur M. GíslasonFBjörninn
Jhonn Freyr AikmannFBjörninn
Stefán HrafnssonFSR
Helgi Páll ÞórirssonFSR
Árni Valdi BernhöftFSR
Gauti ÞormóðssonFSR
Steinar Páll VeigarssonFSR
Úlfar AndréssonFSR
Arnþór BjarnassonFSA
Clark Alexander McCormickFSA
Jón B GíslasonFSA
Jón Ingi HallgrímssonFSA
Rúnar RúnarssonFDK
Jónas Breki MagnússonFDK
Emil AlengardFSW
Daniel ErikssonFSW
Patrik ErikssonDSW
Æfingar verða á Akureyri 11.og 12. Mars 2005
Mæting kl 20:00 Skautahöllinni Akureyri.
Föstudag 11.03.2005: Ísæfing Kl: 21:15 til kl 23:00
Laugardag 12.03.2005: Ísæfing kl: 06:50 til 07:50

Mót í Laugardal

Nú í morgunsárið eru 5. 6. og 7. flokkur að búa sig af stað í keppnisferð í Skautahölina í Laugardal. Þetta er fríður hópur um 30 barna auk þjálfara og fararstjóra. Við sendum þeim baráttu kveðjur og óskum þeim góðs gengis og góðrar ferðar. kveðja........Hokkístjórnin

Gústi í S.R.

Gústi danski leikmaður S.R. varð fyrir því óhappi að fá pökkinn í andlitið í leiknum gegn birninum síðastliðinn þriðjudag. Hér má sá viðtal við gústa sem kom í íþróttarfréttum stöðvar 2. javascript:OpenTvItem('http://media.gagna.net/uskefnistod2/clips/2005_03/1838/klipp3.wmv');

SR vann Björninn í Egilshöll

Í kvöld leiddu Björninn og SR saman hesta sína í Egilshöll og var leikurinn hin besta skemmtan S.R. höfðu yfirhöndina lengst af en Björninn átti góða spretti inn á milli. Sigur SR-inga 4-7 gefur kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum en liðin voru lengst af jafnari en markatalan gefur til kynna.

Dagskrá barnamótsins í Laugardal

SRingar eru búnir að gefa út dagskrá fyrir barnamótið um næstu helgi

Stórsigur hjá SA-stelpum í listhlaupi!

Íslandsmót barna og unglinga var haldið í skautahöllinni í Laugardalnum núna um helgina 26.-27. febrúar. SA-stelpurnar stóðu sig frábærlega eins og venjulega og tóku heim með sér 6 gull, 3 silfur og 3 brons! Sannarlegur stórsigur hjá okkur. Til hamingju stelpur!

Heiðar Gestur Smárason í tveggja leikja bann.

IHI hefur dæmt leikmann Narfa, Heiðar Gest Smárasonar í tveggja leikja bann vegna atviks sem á átti sér stað í leik Narfa gegn Birninum um daginn. Hægt er að lesa um dóminn á heimasíðu ihi.is.Einnig hefur heyrst að útsendarar liða í ensku úrvalsdeildinni séu á höttunum eftir þessum snjalla "sparkmanni" og þykir ekki ólíklegt að Heiðar Gestur leggji skautana á hilluna, og taki upp knattspyrnuiðkun í landi tes og kexkakna.

SA vann seinni leikinn!

SA vann seinni leikinn við Björninn í morgunn. Leikurinn var í járnum allann tímann en okkar menn lentu þó aldrei undir eins og í gær og tókst með skynsamlegum leik og frábærri markvörslu að tryggja sigur. Eftir þessar viðureignir á Björninn ekki möguleika á að lenda ofar en í 3. sæti.

Björninn-SA 2-3 (0-0/0-1/2-3)

Mörk S.A. Tibor Tatar 2 og Björn Már (1). Mörkin þóttu öll sérstaklega falleg og þá sérstaklega þrumufleygur Bjössa frá bláu línunni í sammarann