Æfing Mfl. kvenna færist fram um klukkutíma í dag

held ég, tékkið á því.

Ný krækja á IHI vefnum

Nú er komin á IHI vefinn ný krækja þar sem hægt er að senda inn fyrirspurnir og spekúleringar varðandi dóma, smelltu hér til að skoða skemmtilegt framtak.

Snorri, Clark og DÝFAN

Smelltu hér til að skoða dýfudóminn sem Snorri gaf vini sínum Clark á meðan mótherjinn kitlar hann í handarkrikann (o; gilli....gilli.....gilli.........

klippan er svolítið stór svo það tekur smá stund að hlaða henni niður,

Loksins...loksins!

Nú eru loksins komnar inn myndir frá Sparisjóðsmótinu 6. nóvember 2004!

Breyttir æfingatímar!

Allar æfingar hjá öllum flokkum listhlaupadeildar falla niður laugardaginn 5. febrúar vegna hokkímóts. Í staðinn fáum við sunnudaginn 13. febrúar og verður stundataflan þann dag eins og á laugardögum. ATH! Þá verða æfingar bæði laugardaginn 12. febrúar og sunnudaginn 13. febrúar.

S.A. tapaði

Já gott fólk S.A. tapaði öðrum leik liðana gegn S.R. loka tölur 3-16 eða eitthvað. S.A átti ekki góðan leik eins og sést má á tölum leiksins. Maður leiksins var án efa aðaldómarinn sem dæmdi mjög vel.......guð blessi hann. Næsti leikur verður gegn birninum í reykjarvík, og vonust við eftir betri úrslitum þar . ÁFRAM S.A.!!!!

S.A. vann fyrri leik liðanna.

S.A. vann örugglega S.R. lokatölur 9-6. S.A. menn spiluðu vel og uppskáru góðan sigur. S.R. spilaði án Ingvars og Gústa danska, og verður það að segjast að liðið er ekki sjón að sjá án þeirra tveggja. Bestu menn S.A. voru allt liðið og bestu menn S.R. voru "Tékkinn" . Úlfar og Gummi súkkulaði. Næsti leikur verður á morgunn kl 10:00 og vonum við að fólk rífi sig á lappir og mæti. ÁFRAM S.A.!!!!

S.A. vs S.R.

Seinni leikur verður kl 10:00 á sunnudags morgunn

S.A. vs S.R. 2 leikir um helgina!!!

Á morgunn mun S.R. koma og spila gegn meistaraflokki. Það mikil eftirvænting meðal leikmanna S.A. að fá að spila því að þetta verður fyrsti leikur liðsins árið 2005. S.R. er búið að spila tvo leiki á þessu ári einn gegn Narfa sem S.R. vann, og svo annan gegn Birninum sem þeir töpuðu. S.A. menn stefna auðvitað á ekkert annað en gjörsigur í þessum leikjum og hvetjum við fólk til að mæta og öskra lungun og önnur iðri úr sér. Leikurinn hefst kl 17:00 og á eftir honum spilar 3 flokkur. ÁFRAM S.A.!!!!!

SR - Björninn 5-8

Í gærkvöldi áttust við í Skautahöllinni í Laugardal SR og Björninn í meistaraflokki. Björninn vann frekar auðveldan sigur á því sem að virtist áhugalítið lið SR. Björninn var líklega að spila sinn besta leik í vetur og ljóst er að félagið er til alls líklegt ef það heldur sama dampi og í gær. Nokkuð var um útafrekstra á báða bóga og gerðu bæði lið sig sek um ótrúlega klaufaleg stór og smá ásetningsbrot. Loturnar fóru (2-4)(0-2)(3-2) samtals 5-8.