Æfingar

Við viljum minna iðkendur  og foreldra á að fylgjast vel með á síðunni okkar ef einhverjar breytingar verða. Um næstu helgi 19-21 janúar  fara A skautarar í keppnisferðalag til Reykjavíkur og Hanna og Helga fara suður. Því geta æfingatímar breyst.

Tímatafla - janúar 2007

Nýjasta tímataflan er hér.

Leikmannalisti Meistaraflokks

Hér er listi frá Denna yfir þá leikmenn sem munu spila með meistaraflokki í kvöld

Æfingar um helgina!

Allar æfingar falla niður á laugardaginn og fyrir hádegi á sunnudaginn vegna Bautamóts í hokkí. Æfingar verða óbreyttar milli 17 og 20 á sunnudaginn. Aukaæfingar verða auglýstar síðar!

4.fl-Kvennafl.

Skyldumæting hjá 4 flokki á fimmtudag vegna æfingaleiks við kvennaflokk.

Foreldrar iðkenda 1. hóps!

1. hópur mætir nú á miðvikudögum milli 17 og 18 í stað 16 og 17!

Iðkendur í Listhlaupadeild

Af gefnu tilefni viljum við minna foreldra á að skrá barn sitt sem er að æfa skauta. Við erum með opinn tíma á miðvikudögum og svo er hægt að hringja í 849-2468, senda tölvupóst eða skrá á síðunni undir listhlaup, skráningarkerfi.

Einnig að ef barn hættir að láta einhvern úr stjórn vita til að hægt sé að stöðva greiðslu æfingagjalda.  Ef við erum ekki látin vita þá lítum við svo á að barnið sé að æfa.

Kveðja Anna Guðrún

Bautamótið um næstu helgi

Um næstu helgi fer fram BAUTAMÓTIÐ, sem er 2. hluti Íslandsmótsins í 4. flokki hér á Akureyri. Skoða má dagskrána hér. Það verður mikið um að vera í Skautahöllinni þar sem laugardaguinn byrjar með ísæfingum u18 landsliðsins, svo rétt fyrir 9 byrjar bautamótið og er til 2, en þá er hlé þar og afmælisdagskrá tekur við á milli 2 og 4. Bautamótið heldur svo áfram frá 4 til 7 og þá hefst undirbúningur fyrir leik kvöldsins á milli SA og SR í mfl. sem hefst kl 20.  Á sunnudagsmorgun byrjar u18 daginn með isæfingu og svo heldur Bautamótið áfram frá 8,45 til hádegis og síðan er almenningi boðið frítt á skauta til kl 17.

Suður til sigurs

Okkar fólk gerði góða ferð suður yfir heiðar um helgina en tilgangur ferðarinnar var að safna nokkrum stigum í sarpinn í boði Bjarnarins í Egilshöll. 

Skautafélag Akureyrar 70 ára

Í tilefni af 70 ára afmæli Skautafélagsins 1. janúar verður