19.02.2008
Fjórir leikir fóru fram í Íslandsmótinu í krullu í gær. Mammútar með fjórða sigurinn í röð, Skytturnar fylgja þeim eftir.
18.02.2008
Æfing hjá 5. og 6. hóp fellur niður í fyrramálið (þriðjudaginn 19. febrúar).
18.02.2008
Fjórir leikir fara fram í Íslandsmótinu í krullu í kvöld, mánudagskvöldið 18. febrúar:
17.02.2008
Um næstu helgi koma sunnan liðin til Akureyrar með yngstu keppnishópana og taka þátt í Bikarmóti vetrarins í Skautahöllini hér á Akureyri. Við munum reyna að setja dagskrá mótsins hér á síðuna um leið og vitað er um keppanda fjölda frá hverju liði.
17.02.2008
4.flokkurinn er nú kominn heim glaður og ánægður eftir ágæta keppnisferð til Reykjavíkur þar sem góðir sigrar unnust. Þau unnu leik sinn við Björninn í morgun 16 - 0. Við þökkum bæði Birnininum og SR fyrir ágætt mót og hlökkum til að mæta þeim aftur áður en langt um líður. (O:
17.02.2008
Verður við Skautahöll kl. 16:30.
16.02.2008
4.fl. spilaði 2 leiki í morgun, fyrst við Björninn og unnu hann 11 gegn 0 og svo við SR og unnu þar með 8 gegn 2. Þau eru að fara að spila seinni leikinn við SR, set inn úrslit á eftir. Góóóóðir SA ................................ þriðji leikur dagsins vannst 11 - 0 (O:
16.02.2008
SA lagði Björninn með 14 mörkum gegn 7 eftir heldur brokkgenga byrjun.
14.02.2008
Á föstudagskvöldið munu meistaraflokkur Bjarnarins og SA spila fyrri leik sinn þessa helgi og á sunnudaginn kl. 15,00 seinni leikinn og verður hann sýndur beint í sjónvarpi allra landsmanna, RÚV. Allir stuðningsmenn og konur eru nú hvött til að mæta og hvetja sína menn því án efa verða þetta baráttuleikir því þó SAmenn séu búnir að tryggja sigur sinn í deildinni og þar af leiðandi þáttöku í Úrslitakeppninni þá þurfa Bjarnarmenn að bíta í skjaldarrendur og fara að hala inn stig ef þeir ætla sér í úrslit, sem þeir örugglega ætla og enn eru nógu mörg stig í pottinum til að það sé hægt. Einnig mun 4.fl. SA leggjast í langferð á morgun í Egilshöll til þáttöku í öðrumhluta íslandsmótsins í 4.fl. sem líka er haldið þessa helgi. ÁFRAM SA .......................
14.02.2008
Mammútar efstir með þrjá sigra. Mammútar og Skytturnar með fullt hús.