Úrslitakeppni í meistaraflokki hefst á miðvikudaginn
20.03.2008
Á næsta miðvikudag kl. 19,00 leika SA og SR til úrslita í meistaraflokki. 1. leikur í úrslitakeppninni verður hér í Skautahöllinni á Akureyri og leikur númer 2 daginn eftir á fimmtudeginum kl. 19,00. 3. og 4. leikur verða svo í Laugardalnum á laugardeginum og sunnudeginum þar á eftir og 5. leikur á þriðjudag hér fyrir norðan ef til kemur.