Gimli Cup - frestaður leikur

Í kvöld fer fram frestaður leikur úr 2. umferð Gimli Cup.

Gimli Cup: Óbreytt á toppnum

Efstu liðin í Gimli Cup unnu leiki sína í þriðju umferðinni.

Úrslit Bikarmóts ÍSS

Keppendur SA stóðu sig með stakri prýði um helgina á Bikarmóti ÍSS sem haldið var í Egilshöllinni. SA fór heim með 5 verðlaun af 16 mögulegum (1 gull, 1 silfur og 3 brons).

Íslenskt lið á Evrópumótið í krullu í desember

Eftir rétt rúmar þrjár vikur halda Íslandsmeistarar Mammúta í víking til norðvesturstrandar Skotlands, nánar til tekið Aberdeen. Þar taka þeir þátt í Evrópumótinu í krullu fyrir Íslands hönd.

Gimli Cup - 3. umferð

Þriðja umferð Gimli Cup fer fram í kvöld kl. 20-22.

Brynjumót helgina 14-15 nóv fyrir 5-6-7 flokk.

Nú er að koma að Brynjumótinu, það verður helgina 14-15 nóv. 

Allir iðkendur verða að vera duglegir að mæta á æfingar í vikunni svo þeir verði í stuði um helgina!

Mótið er ætlað öllum iðkendum í 5. flokk 6. flokk 7. flokk og síðan eru allir byrjendur hvattir til að vera með .

Henson Gallar eða peysur

Er að fara senda inn nýja pöntun í Henson galla/peysur. Ef einhver hefur áhuga að panta vinsamlegast sendið pöntun með nafni barns/barna á josasigmars@gmail.com.

kv Jóhanna

Kvennaflokkur SA - Björninn 2 - 4

Bjarnarkonur áttu ágætan leik gegn SA og sigruðu með 4 mörkum gegn 2 SA stúlkna. Mörk SA Vigga 1/0, Sarah 1/0 og Hrund 0/1, refsimínútur 2.  Mörk Bjarnarins  Flosrún 2/0, Ingibjörg 1/0, Kristín 1/0, Hrafnhildur 0/1 og Hanna 0/1, refsimínútur 4. 

Ævar í nýju hlutverki

Í leik 2. flokks í gær var í vörninni hjá SR leikmaður sem við höfum vanist að sjá á milli stanganna hingað til, en það var Ævar Björnsson, aðalmarkvörður SR.  Ævar kom satt best að segja á óvart í þessu nýja hlutverki og var með ferskari mönnum SR-inga.  Reyndar átti hann erfitt með að halda sig langt markinu og a.m.k. einu sinni var hann kominn fyrir aftan markmanninn og varði þar eitt eða tvö skot. 

SA - SR 2.flokkur

Rétt fyrir leik fréttist frá ÍHÍ að útsendingin er biluð svo hér er smá uppl um leikinn. Leikurinn er hafinn búnar 3,43 og SA skorar fyrsta markið 2 fleiri. SA sækir stíft manni fleiri. Dómari er Rúnar Rúnarsson og línudómarar lenni og dúi. liðnar 8 mín og staðan 2 - 0. Andri Freyr var að skora. Orri skoraði mark no. 1 stoð nr:12 og 20. Staðan 3 - 0 Hilmar skorar stoð nr:17 klukkan 11,43,   16,37 SR missir mann í boxið. SR orðnir 5 aftur.  Fyrsta lota búin og staðan 3 - 1 SR nr:23 Hjörtur skoraði stoð 22 þegar 3 sek voru eftir af lotunni.  2. leikhluti að byrja.  4,08 SR missir mann í box.  SR orðnir 5. SR fær víti.  Einar ver vítið.  SA missir mann í box. SA orðnir 5. tími 13,50.  16,12  staðan 3 - 2 SR nr:22 Andri var að skora.  þriðja lota að byrja og SA 4 á ísnum.  SA orðnir 5.  SR missir mann í box. 5,22  7,10 SA missir mann í box.  SR orðnir 5.  SA orðnir 5.  9,55  Þórir skorar  stoð nr:22 staðan 4 - 2.  SR missir mann í box.  12,44.  Andri Freyr skorar fyrir SA stoð nr:10 og 13 staðan 5  -  2.  14,02    15,10  Andri skorar aftur  staðan 6 - 2.   16,40  SA missir mann í box.  17,30  SA missir annann í box.  SA orðnir 4.  SA orðnir 5.  19,34..  Leiknum er lokið  6 - 2.   Góóóðir SA ...........