11.11.2009
Í kvöld fer fram frestaður leikur úr 2. umferð Gimli Cup.
09.11.2009
Efstu liðin í Gimli Cup unnu leiki sína í þriðju umferðinni.
09.11.2009
Keppendur SA stóðu sig með stakri prýði um helgina á Bikarmóti ÍSS sem haldið var í Egilshöllinni. SA fór heim með 5 verðlaun af 16 mögulegum (1 gull, 1 silfur og 3 brons).
09.11.2009
Eftir rétt rúmar þrjár vikur halda Íslandsmeistarar Mammúta í víking til norðvesturstrandar Skotlands, nánar til tekið Aberdeen. Þar taka þeir þátt í Evrópumótinu í krullu fyrir Íslands hönd.
09.11.2009
Þriðja umferð Gimli Cup fer fram í kvöld kl. 20-22.
08.11.2009
Nú er að koma að Brynjumótinu, það verður helgina 14-15 nóv.
Allir iðkendur verða að vera duglegir að mæta á æfingar í vikunni svo þeir verði í stuði um helgina!
Mótið er ætlað öllum iðkendum í 5. flokk 6. flokk 7. flokk og síðan eru allir byrjendur hvattir til að vera með .
08.11.2009
Er að fara senda inn nýja pöntun í Henson galla/peysur. Ef einhver hefur áhuga að panta vinsamlegast sendið pöntun með nafni barns/barna á josasigmars@gmail.com.
kv Jóhanna
07.11.2009
Bjarnarkonur áttu ágætan leik gegn SA og sigruðu með 4 mörkum gegn 2 SA stúlkna. Mörk SA Vigga 1/0, Sarah 1/0 og Hrund 0/1, refsimínútur 2. Mörk Bjarnarins Flosrún 2/0, Ingibjörg 1/0, Kristín 1/0, Hrafnhildur 0/1 og Hanna 0/1, refsimínútur 4.
07.11.2009
Í leik 2. flokks í gær var í vörninni hjá SR leikmaður sem við höfum vanist að sjá á milli stanganna hingað til, en það var Ævar Björnsson, aðalmarkvörður SR. Ævar kom satt best að segja á óvart í þessu nýja hlutverki og var með ferskari mönnum SR-inga. Reyndar átti hann erfitt með að halda sig langt markinu og a.m.k. einu sinni var hann kominn fyrir aftan markmanninn og varði þar eitt eða tvö skot.
06.11.2009
Rétt fyrir leik fréttist frá ÍHÍ að útsendingin er biluð svo hér er smá uppl um leikinn. Leikurinn er hafinn búnar 3,43 og SA skorar fyrsta markið 2 fleiri. SA sækir stíft manni fleiri. Dómari er Rúnar Rúnarsson og línudómarar lenni og dúi. liðnar 8 mín og staðan 2 - 0. Andri Freyr var að skora. Orri skoraði mark no. 1 stoð nr:12 og 20. Staðan 3 - 0 Hilmar skorar stoð nr:17 klukkan 11,43, 16,37 SR missir mann í boxið. SR orðnir 5 aftur. Fyrsta lota búin og staðan 3 - 1 SR nr:23 Hjörtur skoraði stoð 22 þegar 3 sek voru eftir af lotunni. 2. leikhluti að byrja. 4,08 SR missir mann í box. SR orðnir 5. SR fær víti. Einar ver vítið. SA missir mann í box. SA orðnir 5. tími 13,50. 16,12 staðan 3 - 2 SR nr:22 Andri var að skora. þriðja lota að byrja og SA 4 á ísnum. SA orðnir 5. SR missir mann í box. 5,22 7,10 SA missir mann í box. SR orðnir 5. SA orðnir 5. 9,55 Þórir skorar stoð nr:22 staðan 4 - 2. SR missir mann í box. 12,44. Andri Freyr skorar fyrir SA stoð nr:10 og 13 staðan 5 - 2. 14,02 15,10 Andri skorar aftur staðan 6 - 2. 16,40 SA missir mann í box. 17,30 SA missir annann í box. SA orðnir 4. SA orðnir 5. 19,34.. Leiknum er lokið 6 - 2. Góóóðir SA ...........