Karfan er tóm.
Kleinusteikingin verður í Oddeyrarskóla, sunnudaginn kemur kl 8:00.
Börnin þurfa ekki að mæta fyrr en um 9:30 til að pakka, síðan verður farið út um bæ og seldar nýbakaðar gómsætar kleinur.
Vinsamlegast komið með kleinujárn og stóran pott ef þið eigið eða getið fengið lánað.
Það verður tilbúið deig á staðnum, þarf bara að fletja, skera og steikja:)
Mætum hress
Stjórnin
Aðalfundur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar 7.mai 2009
Fundarherbergi Skautafélagsins í Skautahöllinni kl 20:00
Dagskrá fundar:
1.Skýrsla stjórnar
2.Kosning í stjórn
3.Önnur mál
Allir velkomnir
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Aðalfundur Foreldrafélags Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar
7. maí 2009
Fundarherbergi Skautafélagsins í Skautahöllinni kl 20.30
Dagskrá fundar:
Aðalfundur Skautafélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 14. maí nk. kl. 20:00 í skautahöllinni. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf
Stjórnin.
Jæja nú ætlum við að kíla á kleinusteikingu næstu helgi. Þeir sem gátu ekki tekið þátt í áheitasöfnun fyrir maraþonið geta komið og steikt með okkur en auðvitað meiga allir koma sem vilja.
Staður og stund er ekki alveg ákveðinn en við munum senda út póst til allra með frakari upplýsingum.
Við vonumst til að sem flestir mæti, með því lækkum við kostað við skautabúðirnar.
Með kveðju
Stjórnin
Í gær sunnudaginn 3. maí notaði Helga Margrét yfirþjálfari tækifærið og hitti flesta iðkendur í A og B keppnisflokkum meðan á marþoninu stóð. Rætt var um sumaræfingar, vornámskeiðið hjá Hóffu og sumaræfingaplan afhent. Nokkrir A og B iðkendur voru ekki mættir og eru þeir beðnir um að hafa samband við Helgu Margréti annað hvort í síma eða e-maili svo þeir geti fengið sumaræfingaplanið afhent og smá leiðbeiningar. Minnum á að á morgun þriðjudaginn 5. maí hefst vornámskeið hjá Hóffu fyrir 4. - 7. hóp. Sjá frétt neðar. Mikilvægt er að mæta vel í þessa tíma hjá Hóffu því námskeiðið er liður í kennslu á sumaræfingarplaninu og gott tækifæri til að halda sér í formi og fá góðar leiðbeiningar.
Nú er maraþonið búið og tókst það vel að mér fannst og allir til fyrirmyndar. Ég vil þakka öllum foreldrum sem vöktuðu staðinn á meðan maraþonið fór framm. Á sunnudaginn var tekið til hendinni og allir hópar gengu frá sínum klefum riksuguðu og skúruðu og vil ég þakka þeim fyrir það , einnig foreldrum sem voru á vaktinni og tiltektinni. BESTU ÞAKKIR.. Þetta er erfitt en gaman, ein skautastelpa spurði að því hvort þetta yrði ekki aftur á næsta ári þannig að áhuginn er fyrir hendi og strax farið að huga að því.. GAMAN GAMAN..
ENN OG AFTUR BESTU ÞAKKIR
Allý,, allyha@simnet .is