Ice Cup: Fyrsta umferð

Fyrstu leikir Ice Cup 2010, fimmtudaginn 29. apríl kl. 17.30.

Ice Cup: Dregið í riðla, leikjadagskráin tilbúin, smávægilegar tilfærslur

Dregið var í riðla í opnunarhófi Ice Cup í kvöld. Nokkrar tilfærslur hafa verið gerðar á leikjum frá þeirri leikjadagskrá sem gefin var upp á blaði í mótsgögnunum sem öll liðin fengu. 

Ice Cup: Lærður ísgerðarmaður að störfum

Einn Rússi kominn, tveir í Kaupmannahöfn. Þrjár bandarískar á flugi frá Boston til... Glasgow.
Fagmaður verður að verki við ísgerð í Skautahöllinni í dag og er krullufólk hvatt til að koma, sjá og læra réttu handtökin.

Fundur Ostrava

Fundur vegna fyrirhugaðrar ferðar til Ostrava verður haldinn á sunnudaginn kl:13:00 þegar maraþonið verður í fullu fjöri. Ræða á þær upplýsingar sem liggja fyrir, verð, skipa ferðanefnd og fararstjóra auk þess að ræða fjáröflun og annan undirbúning. Á fundinum á að skila pöntunum vegna þrifpakkanna. Sjáumst hress

Ice Cup: Reglur, leikjadagskrá og viðburðir

Undirbúningur fyrir Ice Cup er á lokastigi. Reglur mótsins liggja fyrir (með fyrirvara þar sem enn eru fimm erlendir keppendur á leið til landsins og ekki öruggt um komutíma).

MONDOR SKAUTABUXUR

Ég á MONDOR skautabuxur í 8-10, 12-14,og SMALL ef einhvern vantar buxur núna eða fyrir æfingabúðirnar er sá hinn sami beðin að hafa samband núna, ég get fengið fleiri buxur um mánaðar mótin og verða það SÍÐUSTU BUXURNAR sem ég fæ að sinni. NÆST KOMA ÞÆR Í ÁGÚST. Verið fljótar að panta svo að ég getir gengið frá pöntuninni í síðasta lagi á morgunn miðvikudag..

Kv Ally, allyha@simnet.is / 8955804

Ice Cup: Óvissa um flug

Vegna óvissu um flug verður keppnisfyrirkomulag Ice Cup ekki kynnt fyrr en ljóst er hvort allir erlendu þátttakendurnir komast til landsins.

Ice Cup: Þátttökugjald

Talnavíxl varð í fyrri frétt, hér er leiðrétt reikningsnúmer vegna þátttökugjalds: 0302-13-301232, kt. 590269-2989

4.flokkur lagður af stað að sunnan

Áætlaður komutími að Skautahöllinni er ca. kl. 18,40

(Hópurinn fór frá Staðarskála kl. 16,10)

(Krakkarnir lögðu af stað frá Reykjavík um kl. 13,20. Nánari fréttir af komutíma þegar líður á daginn.)

Ice Cup: Opnunarhóf

Opnunarhóf Ice Cup fer fram í Rub 23 (þar sem Friðrik V var áður) á miðvikudagskvöld og hefst kl. 20.00 (ath. breyting frá fyrri frétt). Liðsstjórar eru beðnir um að sjá til þess að allir liðsmenn fái þessar fréttir.