Frábær leikur í dag og fjórða sætið

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí vann það belgíska í framlengdum leik í dag, 2-1. Með sigrinum tóku stelpurnar fjórða sætið af Belgum.

Tap gegn Spáni

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí tapaði fyrir Spáni á HM í gær, 1-4. Lokaleikur liðsins er gegn Belgum í dag.

Jötnar með sigur í síðasta deildarleiknum

Jötnar sigruðu Fálka í lokaleik deildakeppni karla á Íslandsmótinu í íshokkí, 5-2.

Vinamótið í listhlaupi

Laugardaginn 6. apríl verður haldið Vinamót LSA fyrir C keppendur. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá mótsins og keppendalista.

Vinamót

Laugardaginn 6. apríl verður haldið Vinamót LSA fyrir C keppendur. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá mótsins og keppendalista.

Tap gegn Suður-Kóreu

Háfjallaveikin er enn að stríða stelpunum í landsliðinu og hefur það haft áhrif á gang mála í leikjum liðsins. Súrefniskútar koma að góðum notum.

Íslandsmeistaraafsláttur

Í tilefni af frábærum árangri íshokkíliðanna okkar ætlar Atlantsolía að veita AO-dælulykilshöfum aukalega 10 krónu afslátt af eldsneyti laugardaginn 6. apríl.

Eins marks tap gegn Króatíu

Íslenska kvennalandsliðið tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á HM í morgun. Sarah Smiley getur ekki hætt að skora.

4. flokkur á leið á Iceland Ice Hockey Cup

Núna í vikunni halda hokkíkrakkar í 4. flokki suður til Reykjavíkur til þátttöku í helgarmóti á vegum Bjarnarins í Egilshöllinni. Mótið er að hluta liður í Íslandsmótinu í 4. flokki, en eins og áður hefur komið fram hér á sasport hafa bæði A- og B-lið 4. flokks Skautafélags Akureyrar haft mikla yfirburði í vetur og hefur SA þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Súrefnisskortur á Spáni, Smiley maður leiksins

Í pistli Margrétar Ólafsdóttur fararstjóra íslenska kvennalandsliðsins í íshokkí sem er á Spáni þessa vikuna að taka þátt í HM kemur fram að nokkrar úr liðinu urðu fyrir óskemmtilegri upplifun í síðari hluta leiks og eftir leik í gær.