25.09.2016
Seinni dagur haustmótsins er á enda runninn og lauk honum með SA sigri í þeim fjórum A flokkum sem við eigum keppendur í auk þess sem einnig skiluðu sér bæði silfur og brons.
24.09.2016
Þá er fyrri keppnisdegi á haustmóti ÍSS lokið og stóðu SA stelpurnar sig með miklum glæsibrag.
23.09.2016
Á morgun laugardag hefst íshokkítímabilið hjá SA en þá verða leiknir tveir leikir í meistaraflokkum karla og kvenna í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar hefja veisluna þegar þeir taka á móti SR í Hertz-deildinni en leikurinn hefst kl. 16.30. Strax á eftir þeim leik eða um kl. 19 leika Ynjur við SR í meistaraflokki kvenna.
21.09.2016
Nú er komið að fyrsta ÍSS mótinu og því fylgir breytt dagskrá hjá listhlaupinu.
18.09.2016
Skautadagurinn hjá listhlaupinu var haldinn í dag. Góð þátttaka var og iðaði svellið af lífi.
18.09.2016
Nú er komin inn drög að tímatöflu í listhlaupinu. Í valmyndinni vinstramegin á síðunni.
16.09.2016
Hokkí & Sport sem sérhæfir sig í íþróttabúnaði fyrir íshokkí og listhlaup mætir til Akureyrar um helgina og verður með verslun sína í fundarherberginu í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag frá klukkan 13-17 og á sunnudag frá klukkan 14-16. Komum með fullt af nýju dóti með okkur og það er um að gera að hafa samband við okkur hér á Facebook eða hringja í síma 588-9930 ef það er eitthvað sem þið viljið að við komum með sérstaklega eða þurfum að panta. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem vantar skauta eða annan búnað fyrir veturinn að koma og skoða úrvalið.
15.09.2016
Um helgina verða haldnar mini æfingabúðir fyrir keppnisflokkana okkar.
Æfingabúðirnar hefjast kl.14:00 á föstudaginn og þeim lýkur kl. 18:50 á sunnudaginn.
Gleði og gaman í höllinni alla helgina.
15.09.2016
Byrjendaæfingar íshokkídeildar hefjast sunnudaginn 18. september. Allir krakkar á aldrinum 4-11 ára eru velkomnir á æfingarnar en fyrstu 4 vikurnar eru fríar fyrir þá sem eru að prufa í fyrsta sinn. Allur búnaður er á staðnum en það má einnig fá hann leigðan í lok prufutíma ef ætlunin er að halda áfram að æfa. Æfingarnar eru tvisvar í viku á sunnudögum kl. 12.00-12.50 og á fimmtudögum kl. 17.10-18.00.
15.09.2016
Sunnudaginn 18. september verður Listhlaupadeildin með skautadag fyrir alla krakka frá klukkan 13:00-14:30.
Sýnikennsla og þjálfun
Glæsileg skautasýning
Sala á skautafatnaði
Heitt á könnunni
Skráning á staðnum
Hvetjum alla til að koma og eiga skemmtilegan skautadag.