Hvað á nýji félagsalurinn að heita?

Aðalstjórn Skautafélags Akureyrar óskar eftir tillögum að nafni á nýja félagssalinn og efnir til nafnasamkeppni. Nafnasamkeppnin er opin öllum og við hvetjum allt félagsfólk sérstaklega til þess að taka þátt. Tillögur skal senda á skautahollin@sasport.is en frestur til að skila inn tillögum er til og með 25. janúar. Verðlaun verða veitt fyrir þá tillögu sem verður fyrir valinu.

U18 kvennalandslið Íslands farnar af stað til Búlgaríu

U18 kvennalandslið Íslands í íshokkí lagði af stað til Sofíu í Búlgaríu nú í morgunsárið til þess að keppa á Heimsmeistaramótinu í íshokkí í II deild B. Auk Íslands eru Belgía, Búlgaría, Nýja-Sjáland, Mexíkó og Suður-Afríka í riðlinum. Fyrsti leikur Íslands er á mánudag en þá mætum við Mexíkó kl. 11:00 á íslenskum tíma. Upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu alþjóða Íshokkísambandsins en við munum birta hlekk á facebook síðu íshokkídeildar með beinu streymi á leikina.