02.10.2024
Þá er haustmóti ÍSS sem haldið var af Skautafélagi Reykjavíkur um helgina lokið. Við áttum 5 keppendur í ÍSS hluta mótsins og svo áttum við 7 keppendur í félagalínu hluta mótsins.
30.09.2024
Sædís Heba Guðmundsdóttir stóð sig vel á Junior Grand Prix í Gdansk í Póllandi sem kláraðist fyrir helgi. Sædís fékk 106.45 stig í heildina sem er hennar besti árangur. Sædís bætti sitt eigið met í bæti stutta og frjálsa prógraminu en hún fékk 37.46 stig fyrir stutta og 68.99 stig í frjálsa.
Við óskum Sædísi til hamingju með þennan frábæra árangur.
25.09.2024
Fyrstu heimaleikir vetrarins í bæði kvenna og karla á laugardag þegar Skautafélag Reykjavíkur kemur í heimsókn. Ertu búin að tryggja þér ársmiða?
18.09.2024
Styrktu félagið, styrktu strákana og stelpurnar og tryggðu þér gott verð af öllum heimaleikjum í vetur. Öllum ársmiðum fylgir aðgangur að betri stofunni fyrir leik og í leikhléi. Þú finnur Ársmiða SA inn á Stubb.
Ársmiði á kvennaleiki SA - 10.000 kr.
Ársmiði á karlaleiki SA - 10.000 kr.
Ársmiði SA FAN - gildir á bæði karla og kvennaleiki - 15.000 kr.
Ársmiði SA Ungir (17-20 ára) – 9.000 kr.
Gullkort – 65.000 kr. (takmarkað magn í boði, fyrstir koma, fyrstir fá – tryggðu þitt sæti)
Árskortin gilda aðeins á deildarkeppnina en fylgir aðgangur að betri stofunni í úrslitakeppni með aðgangsmiða.
Gullkortið gildir bæði í deildar- og úrslitakeppni. Gullkortinu fylgir þitt eigið sæti svo þú getir horft á leikinn beint úr betri stofunni á besta stað. Hamborgari og drykkur fylgir Gullkortinu.
12.09.2024
Meistaraflokkar SA karla og kvenna hefja bæði leik í deildarkeppninni á laugardag þegar liðin ferðast suður og leika bak í bak leiki við Fjölni í Egilshöll. Mikil eftirvænting er fyrir fyrstu leikina í deildarkeppninni og fyrir því hvernig liðin koma úr undirbúningstímabilinu sem hefur staðið yfir frá í byrjun ágúst. Liðin okkar bæði eru vel mönnuð frá síðasta tímabili en þó með nokkrum leikmannabreytingum.
31.08.2024
Íshokkítímabilið hefst formlega í dag með fyrstu keppnileikjunum í Íslandsmóti en það eru tveir U16 leikir sem báðir verða spilaðir eru í Skautahöllinni hjá okkur í dag. Fyrri leikurinn er lið SA Víkinga gegn Fjölni kl 16:30 og sá síðari leikur SA Jötna gegn SR kl 19:00. Ein deild er í þessu móti þar sem SA teflir fram tveimur liðum en SR og Fjölnir sitthvoru liðinu. Við hvetjum íshokkíunendur að mæta í höllina og horfa á skemmtilega íshokkíleiki.
31.08.2024
Sædís Heba Guðmundsdóttir stóð sig vel á Junior Grand Prix í Riga í Lettlandi sem kláraðist í dag. Sædís fékk 86.08 stig og var í 31. sæti í heildarstigakeppninni sem er flottur árangur á hennar fyrsta Junior Grand Prix móti. Næsta verkefni hjá þessari efnilegu skautakonu er Junior Grand Prix í Gdansk í Póllandi sem fer fram í lok september.
26.08.2024
Æfingar eru nú að hefjast aftur samkvæmt tímatöflu og starfsemi deilda félagsins er komin á fullt. Byrjendaæfingar í listhlaupi hefjast 26. ágúst og eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:00-17:15 en aðrar æfingar eru samkvæmt tímatöflu. Byrjendaæfingar í íshokkí hefjast á þriðjudag og verða alla þriðjudaga og fimmtudag kl. 17:00-17:45 og aðrar æfingar samkvæmt tímatöflu. Krulluæfingar hefjast í September og verða auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar.
18.08.2024
Föstudaginn 16. ágúst var langþráður dagur runninn upp hjá iðkendum listskautadeildinni, eftir
nokkurra ára hlé var komið að áheitaskautun/maraþonskautun. Ákveðið var að stunda æfingar
jafnt á ís og af ís frá því klukkan átta að morgni og til klukkan átján að kvöldi.
Æfingarnar gengu vel og voru þjálfarar virkjaðir með í að halda æfingunum gangandi líkt og alla
aðra daga, en auk þess héldu elstu skautararnir okkar utan um leikjaæfingar afís á milli tarna
hjá þjálfurunum okkar.
Dagskránni lauk svo með pizzuveislu og skemmtilegri samveru iðkenda og foreldra sem stóð
fram eftir kvöldi. Að lokum gistu iðkendur svo í höllinni undir vökulum augum vaskra foreldra.
Áheitasöfnunin gekk vonum framar og hafa þegar safnast 373.500 krónur. Það munar svo
sannarlega um minna í rekstrinum á litlu deildinni okkar.
Við í stjórn LSA þökkum öllum sem komu að því að gera daginn eins eftirminnilegan og hann
reyndist. Iðkendum, foreldrum/forráðamönnum styrktaraðilum og þeim sem gáfu veitingar til að
halda orku á tanki skautaranna.
30.05.2024
Það eru nóg um að vera í skautaíþróttunum í sumar fyrir fríska krakka. Í júní bíður SA uppá skauta- og íshokkí leikjanámskeið fyrir öll börn fædd 2018-2014 daganna 10. - 14. Júní Frábært tækifæri fyrir bæði byrjendur sem og iðkendur til þess að skemmta sér í leikjum og fá skautakennslu í leiðinni. Leikjanámskeiðið fer fram bæði á útisvæðinu við Skautahöllina og inni á skautasvellinu. Það er hægt að velja á milli þess að vera í listskautum eða í fullum íshokkíbúnaði í leikjunum á námskeiðinu. Allur búnaður innifalinn og engin reynsla á skautum er nauðsynleg. Sarah Smiley hefur yfirumsjón með námskeiðinu. Skráning á námskeið: sportabler.com/shop/sa/ishokki