Aðalfundur Krulludeildar

Aðalfundur Krulludeildar verður haldinn mánudaginn 18. maí.

Vorsýning LSA

Vorsýning LSA verður haldin sunnudaginn 17. maí klukkan 17:00. Aðgangseyrir er 1500 krónur (ekki posi á staðnum). Foreldrafélagið verður með veitingasölu í hlénu. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Aðalfundur Hokkídeildar

Aðalfundur hokkídeildar Skautafélags Akureyrar verðu haldinn mánudaginn 18. maí kl. 20,00 í fundarherberginu í Skautahöllinni. Á dagskrá verða venjubundin aðalfundar störf. Stjórnin.

Ert þú ekki örugglega félagsmaður í Skautafélagi Akureyrar?

Félagar í Skautafélagi Akureyrar eru allir þeir sem iðka sína íþrótt í Skautafélaginu eða nýta aðstöðuna á einn eða annann hátt. Einnig geta allir sem áhuga hafa á félaginu og starfsemi þess gerst félagsmenn með greiðslu félagsgjalds. Félagsgjöld eru ekki innifalin í æfingargjöldum. Félagsgjöld renna í sjóð hjá Skautafélaginu sem notaður er í að byggja upp innviði félagsins, bæta aðstöðu fyrir félagsmenn og halda í heiðri sögu félagsins. Fjárfestingar úr félagssjóði hin síðari ár hafa m.a. verið verðlaunaskápar, húsgögn í félagsherbergi og tækjabúnaður s.s. sjónvarp og skilti á veggjum skautahallarinnar með myndum úr sögu félagsins.

Aðalfundur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar

Boðað er til aðalfundar listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar þriðjudaginn 12.maí klukkan 20:00 í fundarherbergi skautahallarinnar

Komdu að Krulla

Kennsla og æfingar í maí

Aðalfundur Skautafélags Akureyrar 20. maí

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20.00 í fundarherberginu í Skautahöllinni. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Íslenskt-svissneskt lið sigraði á Ice Cup krullumótinu

The Others, skipað einum Svisslendingi og Íslendingum, vann lið frá Bandaríkjunum í úrslitaleik Ice Cup í dag.

Ice Cup: Úrslitaleikir hefjast kl. 14.30

Nú er öllum leikjum lokið á Ice Cup nema sjálfum úrslitaleikjunum. Keppt verður um þrjú efstu sætin í A-deild og efsta sætið í B-deild.

Ice Cup: Úrslit föstudags, staða og leikir laugardags

Keppni er nú lokið í dag á Ice Cup alþjóðlega krullumótinu. Tvö lið hafa unnið alla sína leiki, bandaríska liðið The OC from DC og íslensk/svissneska liðið The Others. Þessi lið mætast í fyrramálið kl. 9. Allir leikir í A-deild hefjast kl. 9 á morgun, en leikir í B-deild hefjast kl. 11.30.