SA Íslandsmeistarar í 4. flokki

SA sigraði í þriðja og síðasta helgarmóti Íslandsmótsins í 4. flokki í dag og fékk afhentann Íslandsmeistarabikarinn. Liðið sigraði með nokkrum yfirburðum en það vann alla leiki vetrarins bæði í Íslansmóti og bikarmóti.

Emilía Rós í 2. sæti á Hamar Trophy

Landsliðsstelpurnar okkar héldu áfram að gera góða hluti seinni keppnisdaginn í Hamar.

Ný tímatafla og breytt hópaskipting í 1. og 2. hópi hjá listhlaupinu

Frá og með næsta mánudegi 13. apríl tekur gildi ný tímatafla sem er undir flipanum tímatafla hér til vinstri á síðunni. Endilega hafið samband við yfirþjálfara eftir helgina ef einhverjar spurningar vakna er varða tímatöfluna og hópaskiptingar.

SA stelpurnar stóðu sig með mikilli prýði fyrri keppnisdaginn í Noregi

Að loknum fyrri keppnisdeginum er Emilía Rós í 4 sæti með 27, 58 stig. Marta María er í 8 sæti með 25,41 stig og Pálína í 16. sæti með 22,40 stig. Til hamingju með frábæran árangur stelpur. Gangi ykkur vel áfram.

Árshátíð Skautafélags Akureyrar 2015 fimmtudaginn 30. apríl

Fimmtudagskvöldið 30. apríl verður árshátíð Skautafélags Akureyrar haldin í Golfskálanum. Hátíðin er ætluð þeim sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og er tvískipt, yngri gestirnir verða með í borðhaldi, verðlaunaveitingum og annarri dagskrá til kl. 23.00, en 16 ára og eldri halda síðan áfram að skemmta sér og öðrum eftir það.

Landsliðsstelpurnar okkar ásamt þjálfara, farnar af stað til Hamar í Noregi

Í morgun lögðu landsliðsstelpurnar okkar þær Emilía Rós, Marta María og Pálína, af stað til Hamar í Noregi þar sem þær munu taka þátt í Hamar Trophy um helgina.

Breytingar á tímatöflu á vormánuðum

Breytingar verða á tímatöflu í skautahöllinni milli vikna nú á vormánuðum vegna móta og minnkandi starfsemi. Vikulega verða settar inn tímatöflur sem finna má hér vinstra megin í valmyndinni en þar má nú finna tímatöfluna fyrir næstu viku, 13.-19. apríl.

Ísold Fönn gerði góða ferð til Ítalíu

Hin knáa Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir gerði góða ferð til Canazei á Ítalíu þar sem hún varð í þriðja sæti á alþjóðlegu klúbbamóti í dag.

Annar í páskum

Mót í kvöld

Innanfélags Vetrarmótinu lauk um helgina

Um nýliðna helgi fóru fram síðustu umferðirnar í innanfélags vetramótinu 2015. Í 4/5 flokks deildinni var mikil spenna og réðust úrslit ekki fyrr en eftir síðasta leik þar sem öll liðin enduðu með 8 stig og þá þurfti að skoða tölfræðina.