Mammútar og Freyjur í bikarúrslit

Undanúrslit Magga Finns Bikarmóts Krulludeildar fóru fram í kvöld. Mammútar sigruðu Garpa, Freyjur sigruðu Víkinga.

Undanúrslit Magga Finns Bikarmóts Krulludeildar

Í kvöld, mánudagsvköldið 16. desember, fara fram undanúrslit í Magga Finns Bikarmóti Krulludeildar. Jafnframt mun Krulludeildin heiðra krullufólk ársins úr okkar röðum og í lokinn verður haldinn óformlegur félagsfundur krullufólks til að ræða starfið framundan.

Öruggur sigur SA á SR

SA átti ekki í vandræðum SR þegar liðin mættust á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi. SA sigraði með sjö marka mun. Diljá Sif Björgvinsdóttir skoraði fjögur markanna, þar af þrjú í þriðja leikhlutanum.

Siggi og Biggi í sviðsljósinu

Sigurður Freyr Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark þegar Jötnar sigruðu Fálka í gærkvöldi. Birgir bróðir hans fékk bara að spila fyrsta leikhlutann.

Átt þú verðmæti í óskilamunum?

Hrúga óskilamuna stækkar hratt. Hefur þú athugað hvort þú átt ef til vill verðmæti í hrúgunni? Við breiðum úr hrúgunni um helgina, en eftir áramótin verður farið með ósóttan fatnað í Rauða krossinn.

Jötnar-Fálkar // SA-SR

Laugardaginn 14. desember fara fram tveir hokkíleikir í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrst eigast Jötnar og Fálkar við í mfl. karla kl. 16.30 og svo SA og SR í mfl. kvenna strax að þeim leik loknum, um eða upp úr kl. 19.

Magga Finns Bikarmót Krulludeildar: Mammútar áfram

Fyrsta umferð í Magga Finns Bikarmóti Krulludeildar fór fram í gær. Reynar aðeins einn leikur spilaður, því þátttökuliðin eru aðeins fimm.

Níu frá SA í æfingahópi U-18

Æfingabúðir U-18 landsliðsins í íshokkí verða í Reykjavík á milli jóla og nýárs. Níu leikmönnum frá SA hefur verið boðið að taka þátt.

SKAUTATÖSKUR OG BUXUR Í HÖLLINNI

Á laugardaginn 14 des. mili kl. 12 - 13 verð ég í skautahöllinni með töskur og buxur til sýnis og sölu. Töskurnar kosta 9000 kr. munstraðar og 8000 kr. einlitar. Töskurnar eru með sér hólfi fyrir skautana og stóru hólfi fyrir hjálminn og æfingarfötin. Einnig er hægt að hafa samband á allyhalla59@gmai.com - 8955804 Er ekki með posa.

Fréttir af 3. og 4. flokki

Yngri flokkarnir í íshokkí hafa æft á fullu og nýlega voru bæði 3. og 4. flokkur í eldlínunni í Íslandsmótinu. Hér eru síðbúnar fréttir af þessum flokkum.