Fjölskyldu- og notendavænni Skautahöll

Gestir í Skautahöllinni á Akureyri hafa tekið eftir breytingum sem gerðar hafa verið í sumar og haust. Markmiðið er að til verði svæði þar sem fólk getur hist og sest niður án þess að krókna úr kulda.

Sögulegur hokkíleikur í Laugardalnum

Þegar SA mætti liði SR í mfl. kvenna í Skautahöllinni í Laugardal á laugardaginn var það í fyrsta skipti í hokkísögu Íslands sem allir þátttakendur í sama leik eru konur - leikmenn, þjálfarar, liðsstjórar og dómarar. Fimm leikmenn SA léku sinn fyrsta meistaraflokksleik. Úrslitin: SR - SA 5-7.

Akureyrarmótið í krullu hefst 16. september

Ætlunin er að hefja keppnistímabilið í krullu með Akureyrarmótinu mánudagskvöldið 16. september. Fyrir fyrsta keppniskvöldið verður dregið um töfluröð og þá kemur í ljós hvaða lið mætast í fyrstu umferð.

Tap í Laugardalnum

Jötnar sóttu ekki gull í greipar SR-inga í fyrsta leik sínum á Íslandsmóti karla á þessari leiktíð. Helgi Gunnlaugsson skoraði eina mark Jötna í 8-1 tapi.

Tveir leikir gegn SR í dag

Kvennalið SA og Jötnar héldu suður á bóginn í morgun og mæta SR-ingum í leikjum kvöldsins í Laugardalnum. Breytt fyrirkomulag í meistaraflokki kvenna. Nokkur ný nöfn hjá Jötnum.

Umdeildur dómur og Björninn vann í framlengingu

Fyrsti leikur tímabilsins í meistaraflokki karla á Íslandsmótinu í íshokkí varð æsispennandi og fór í framlengingu. Umdeildur dómur þegar 12 sekúndur voru eftir af framlengingunni skipti sköpum og Bjarnarmenn sigruðu.

Nýr þjálfari hjá SA: Richard Tahtinen

Hann er fæddur í vinabæ Akureyrar í Finnlandi, unnusta hans er frá Akureyri og því vel við hæfi að hann skuli kominn til Skautafélags Akureyrar eftir að hafa starfað fyrir bæði Reykjavíkurfélögin sem og ÍHÍ. Unnustan getur nú loksins hvatt sitt heimalið. Fyrsti leikur Víkinga undir stjórn nýs þjálfara verður í kvöld kl. 19.40 gegn Birninum.

Æfingahópur kvennalandsliðsins

Í frétt á vef ÍHÍ kemur fram að valinn hefur verið tuttugu leikmanna æfingahópur kvennalandsliðsins. SA á að sjálfsögðu fjölmarga fulltrúa þar eins og endranær.

Krullan að fara í gang

Mánudagskvöldið 2. september verður fyrsta krulluæfingin á þessu hausti, á hefðbundnum æfingatíma Krulludeildarinnar.

Frítt á skauta - kynning á íshokkí og listhlaupi

Laugardaginn 31. ágúst og sunnudaginn 1. september verður ókeypis aðgangur í Skautahöllina á Akureyri í almenningstímunum. Laugardagurinn er helgaður íshokkí, en á sunnudag verður listhlaupskynning.