Kristalsmót

Farið verður frá Skautahöll kl. 13 á föstudag. Allir þurfa að hafa með sér nesti á leiðinni suður. Vasapening 2000 sem iðkendur afhenda fararstjóra í rútu. Þessi vasapeningur verður notaður f. bíó á laugardag og nesti á heimleið.

Komutími á sunnudag verður settur inn þegar hann liggur fyrir.

Allir þurfa að hafa með sér sæng/kodda eða svefnpoka.  Vinsaml. farið yfir tékklista f. mót s.s. sokkabuxur, hárskraut o.fl.

Fararstjórar eru Hafdís ( Aldís Lilja), Inga (Birgitta Rún) og Sigrún (Harpa Lind) Símanúmer fararstjóra koma inná síðuna fyrir brottför.

Það eru fimm sæti laus í rútunni, ef einhver hefur áhuga á að nýta sér það. Kostar 8000,- báðar leiðir. Ef einhver hugsar sér að nýta sér sæti í rútunni er viðk. vinsamlegast beðinn að setja sig í samb. við rakelhb@simnet.is eða i síma 662 5260

Munum svo eftir góða skapinu og verum til fyrirmyndar á gistiheimili, skautahöll og í rútu. 

Þið eruð allar frábærar og flottar stelpur sem farið saman suður. Vonum að þessi ferð verði ánægjuleg hjá ykkur.

Foreldrafélagið

 

 

Gimli Cup: Garpar efstir

Garpar komust á toppinn í Gimli Cup í kvöld með góðum sigri á Fífunum.

Gimli Cup: Fjórða umferð

Fjórða umferð Gimli Cup fer fram í kvöld, mánudagskvöldið 15. nóvember.

Valkyrjur unnu Björninn 5 - 0

Á laugardagskvöldið mættust Valkyrjur og Björninn en þetta var í annað skiptið sem liðin mætast í vetur.  Valkyrjur komu vel stemmdar til leiks og fóru nokkuð létt með gestina, stjórnuðu leiknum frá upphafi og hleyptu Birninum aldrei inn í leikinn.  Fyrsta lotan fór 2 – 0 og mörkin skoruðu þær Hrund Thorlacius og Kristín Björg Jónsdóttir.  Í 2. lotu juku Valkyrjur muninn um eitt mark, eftir gott skot frá bláu línunni frá Önnu Sonju Ágústsdóttur í „power play“.

Úrslit leikja nr. 3 og 4 í Bæjarverks-Mótinu

Leikur nr. 3 SR - SA 6 - 5 og leikur nr.4 Björninn - SA 7 - 6.

2.fl. SA tapaði seinni leik helgarinnar 4 - 3

Leikurinn í dag tapaðist með einu marki sem kom á síðustu sekúndum leiktímans. Mörk og stoð SA, Gunnar Darri 2/0, Jói 2/0, Andri 0/1 og Orri 0/1. 

Kvennaleikur í kvöld kl. 20:10

Í kvöld kl. 20:10 verður stórleikur hér í Skautahöllinni þegar Valkyrjur og Björninn eigast við annað skiptið í vetur og í fyrsta skiptið hér á heimavelli.  Fyrsti leikurinn fór fram um síðustu helgi fyrir sunnan og lauk honum með naumum 2-1 sigri Valkyrja. 
Leikurinn í kvöld verður án vafa bæði spennandi og skemmtilegur og stuðningsfólk SA sem og allt áhugafólk um íshokkí er eindregið hvatt til þess að láta sjá sig í höllinni.  Viðureignir þessara liða eru jafnan harðar og dramatískar en í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn skiptir hvert einasta stig máli.

Tveim leikjum lokið í Bæjarverks-Mótinu

Fyrri leikurinn  SA - Björninn fór 9 - 6 fyrir SA og seinni leikurinn Björninn - SR fór 5 - 9 fyrir SR.

2.fl. SA vann fyrri leik helgarinar 3 : 5

Mörk og stoð SA, Jói 2/0, Gunnar Darri 2/0, Andri Freyr 1/1 og Siggi 0/2. GÓÐIR SA ......

Bikarmót ÍSS

Umfjöllun N4 um LSA og Bikarmótið má sjá hér