Ice Cup og Krulludagar

Krulludagar verða haldnir í fyrsta skipti í vor til að fagna 15 ára afmæli Krulludeildar SA. Endapunktur Krulludaga verður alþjóðlega krullumótið Ice Cup sem fer fram 5.-7. maí.

Gimli Cup: Þátttökugjald

Liðin í Gimli Cup eru minnt á að greiða þátttökugjaldið, 7.000 krónur á lið.

2 meistara flokks leikir um helgina

SR mun sækja okkur heim annað kvöld kl. 22,00 og seinni leikurinn verður svo á laugardag kl. 19.40 eða strax eftir að barnamótnu lýkur þann daginn. SR og Víkngar hafa mæst einu sinni áður í vetur og þá í laugardal þar sem SR vann 5 - 2. Víkingar ætla sér örugglega öll 6 stigin sem í boði eru þessa helgina og nú skorum við á alla áhangendur og velunnara að mæta og styðja við bakið á okkar mönnum.    ÁFRAM SA ..........

STÓRMÓT fyrir yngrafólkið á Akureyri um helgina

Nú um helgina 20. og 21. nóv. verður hér í Skautahöllinni á Akureyri Stórmót fyrir yngstu iðkendurna í íshokki. Hér verða saman komnir 150 krakkar og dagskráin (má skoða hér) er frá 8,00 til 19,00 á laugardegium og frá 8,00 til 13,00 á sunnudeginum. Leikmanna listi SA

TVEIR KASSAR EFTIR

Vil benda ykkur á að ég á enn tvo kassa af kertum vill ekki einhver losa mig við þá endilega hafið samband og fáið ykkur kerti til að  selja eða bara kaupa og styrkja æfingabúðirnar sem verða í sumar. Þið þurfið ekki að taka heilan kassa.

Allý / allyha@simnet.is - 8955804

Vil líka benda ykkur á bestu jólagjöf skautabarnsins, skautatöskur með sér hólfi fyrir skautann, mjúkar skautahlífar og mondor skautabuxur þetta á ég til.

Símanúmer fararstjóra

Í ferð á Kristalsmót verða fararstjórar

Hafdís Hrönn Pétursdóttir s. 862 2171

Sigrún I Hjálmarsdóttir s.  864 5356

Inga Gestsdóttir s. 698 2703

Því miður forfallaðist Hrafnhildur.

Brottför frá Skautahöll kl. 13 á föstudag

Heimkoma verður sett inná síðuna þegar hún liggur fyrir.

fh.foreldrafélagsins

Rakel

Gimli Cup: Úrslit úr frestuðum leikjum

Fífurnar unnu Víkinga og Riddarar unnu Skytturnar í frestuðum leikjum úr þriðju umferð.

Gimli Cup: Frestaðir leikir

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 17. nóvember, fara fram tveir frestaðir leikir úr 3. umferð Gimli Cup.

leikur Jötna og Bjarnarins

nú eru búnar 10 mín af leiknum og staðan 0-0 ein refsing hefur verið dæmd á Jötna fyrir hooking en þeir stóðu það af sér

átta mín eftir af 1 lotu og Björninn skorar 0 -1

 

Jötnar spila við Björninn í kvöld

Í kvöld kl. 19:30 mætast hér í Skautahöllinni Jötnar og Birnir en aðeins er liðin vika síðan liðin áttust síðast við sunnan heiða.  Jötnar steinlágu í það skiptið og því stendur til að hefna fyrir ófarirnar í kvöld.  Liðin eru jöfn að stigum í Íslandsmótinu, bæði með tvo sigra.  Jötnar hafa sigrað bæði SR og Víkinga, en Björninn hefur bara sigrað Jötna.  Samkvæmt þessari tölfræði ættu Jötnar að geta strítt þeim eitthvað en illa hefur gengið það sem af er vetri.