Karfan er tóm.
Íslenska U20 landsliðið tapaði í dag fyrir Hollandi með fimm mörkum gegn einu. Liðið vann góðan 5 - 2 sigur á Belgum í fyrsta leik en tapaði svo 7 - 1 fyrir heimamönnum, Eistum. Leikurinn á móti Eistum var dálítið sérstakur því Ísland skoraði fyrsta markið en þar var á ferðinni Björn Róbert en þetta varð eina markið í fyrstu lotu. Menn hafa því verði nokkuð brattir eftir 1.lotu en næstu tvær lotur fóru 4 - 0 og 3 - 0.
Leikurinn í dag var ekki ósvipaður því fyrsta lota fór 1 - 1 en síðan unnu Hollendingar aðra lotu 1 - 0. Staðan var því alveg ástættanleg í upphafi 3. lotu 2 - 1 en eitthvað klikkaði í síðustu lotu og lokastaðan 5 - 1.
Öllum leikmönnum í SA meistaraflokki, Old Boys, 2. og 3. flokki (verða að vera á 3. flokks aldri) er boðið að taka þátt í innanfélagsmóti 22. og 23. desember. Leiktímar verða milli 18.00 og 22.00 báða daganna. Leikmönnum verður skipt í jöfn lið en fjöldi liða og leikja veltur á þáttöku.
Allir sem vilja taka þátt verða að skrá sig með því að senda staðfestingar póst á joshgribben@hotmail.com ,nafn, netfang og símanúmer verður að fylgja.
Skráning fyrir 20. desember.
Josh Gribben