U20 liðið að gera það gott í Eistlandi

U20 ára landsliðið kom gríðarlega sterkt inn í HM í Eistlandi í dag í fyrsta leik sínum á mótinu gegn Belgíu.  Liðið gerði sér lítið fyrir og vann stórsigur, 5 – 2 og þetta ku vera fyrsti sigur Íslands á liði Belgíu frá upphafi.  Þetta gefur nýjar vonir um framhaldið og nú verður spennandi að sjá hvers þeir eru megnugir.  Mörkin og stoðsendingarnar í leiknum voru eftirfarandi:

Brynjar Bergmann 2/0
Tómas Tjörvi Ómarsson 1/1
Ólafur Hrafn Björnsson 1/0
Matthías Máni Sigurðarson 1/0
Gunnar Darri Sigurðsson 0/2

Tímatafla vorannar 2011

Komin er inn ný tímatafla fyrir vorönn 2011 en tímataflan er þegar tekin í gildi fyrir A og B iðkendur

Dagskrá fyrir þá sem æfa í jólafríinu

Hér er dagskráin sem Sarah og Josh hafa sett upp yfir tímabilið 20.des til 2.jan.

Krullumaður ársins - atkvæðaseðill

Mánudagskvöldið 13. desember fer fram kosning um krullumann ársins.

Evrópumótið í krullu: Úrslitaleikirnir á netinu

Evrópumótinu í krullu lauk í Champery í Sviss í gær.

U20 á HM í Eistlandi

 

Í dag heldur U20 ára landslið Íslands utan til þáttöku á Heimstmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins í 2. deild sem fram fer í Tallin í Eistlandi.  Keppnin hefst á morgun þann 13. desember og stendur til 19. en óhætt er að segja að mótherjarnir séu ekki af verri endanum.   Deildin er óvenju sterk að þessu sinni en liðin sem strákarnir munu etja kappi við eru Belgía, Spánn, Frakkland, Holland auk Eistlands sem eru gestgjafar.

 

Það segir kannski eitthvað um framþróun íþróttarinnar hér á landi að við skulum vera komin í keppni með þessum liðum, en það er skemmst frá því að segja að Ísland hefur aldrei unnið leik gegn þessum þjóðum (yfirlýsing með fyrirvara). Frakkar t.a.m. hafa verið alveg uppi í úrvalsdeild og ætla sér því væntalega ekki að staldra lengi við í 2.deild.

Landslið Ísland

Gaman að segja frá því að Urður Ylfa og Hrafnhildur Ósk voru valdar í landslið Ísland og munu þær fara út og keppa fyrir Íslands hönd. Urður fer á Isblomsten - mót í Kaupmannahöfn 28-30 janúar 2011 og Hrafnhildur fer á Coupe de Printemps í Luxemburg 1-3 apríl 2011. Óskum við þeim til hamingju og góðs gengis.

Myndir úr föstudagsleiknum.

Myndir úr leik Valkyrja og SR eru hér.

Valkyrjur - SR - leik lokið: 4 - 1

Nú stendur yfir seinni viðureign Valkyrja og SR þessa helgina og nú er um að ræða miklu jafnari viðureign en í gær.  Nú þegar 2. lota er hálfnuð er staðan enn 0 - 0 en þó eru Valkyrjur mun meira í sókn, en SR-konur verjast vel.  Töluverð barátta er í báðum liðum og leikurinn er skemmtilegur og miðað við lætin þá hlýtur að fara að draga til tíðinda.

MARK!  Díana Björgvinsdóttir kemur Valkyrjum yfir á 32:08 með aðstoð frá Hrund Thorlacius.... og svo annað mark...

Valkyrjur - SR - leik lokið: 10 - 2

Nú stendur yfir leikur Valkyrja og SR hér í Skautahöllinni á Akureyri.  Staðan eftir fyrstu lotu er 1 - 1 en það voru gestirnir sem náðu forystunni strax á uppahafsmínútunum þegar lánsleikmaðurinn Silvía Björgvinsdóttir skoraði og opnaði markareikninginn.  Það var svo Sarah Smiley sem jafnaði fyrir Valkyrjurnar um miðbik lotunnar.  Það eru því norðanstúlkur sem eru í aðalhlutverki en það breytir ekki því að Valkyrjur verða að bretta upp ermar og gera eitthvað að viti í næstu lotu.  Þá er önnur lota búin...