Kvennaliðið vann og gaf tóninn fyrir úrslitakeppnina

Í dag mættust SA og Björninn í kvennaflokki og lauk leiknum með 3 - 1 sigri heimakvenna eftir mikla baráttu í þrjár lotur.  Leikurinn fór af stað með miklum látum og fyrsta markið leit dagsins ljós eftir aðeins 38 sekúndur, en þá skoraði fyrirliði SA Rósa Guðjónsdóttir eftir sendingu frá Guðrúnu Blöndal.  En Adam, eða öllu heldur Eva, var ekki lengi í paradís því Flosrún Vaka jafnaði leikinn fyrir Björninn aðeins rúmri mínútu síðar og þannig stóðu leikar alveg fram í 3. lotu.

Hokkídagur í dag

Það verður mikið um að vera í Skautahöllinni á Akureyri í dag en þá munu fara fram tveir íshokkíleikir.  SA tekur á móti Birninum í 2. flokki karla og mfl kvenna.   Báðir leikirnir eiga það sammerkt að hafa lítið gildi, þ.e.a.s. annað en skemmtanagildi.  Fyrri leikurinn verður síðasta viðureign liðanna í undankeppninni hjá konunum og þar eru úrslitin þegar ráðin, þ.e. Björninn hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn en þetta er síðasta viðureign liðanna fyrir úrslitakeppni sem hefst um næstu helgi.  Úrlistin í þessum leik breyta því ekki á nokkurn hátt stöðunni en úrslitinum munu að öllum líkindum segja eitthvað til um hvað koma skal í úrslitum.  Sú breyting hefur þó verði gerð á liði SA að Josh Gribben mun taka bekkinn og Sarah Smiley mun einbeita sér að spilamennskunni.

Myndir úr leik SA - STORM

Þá eru komnar myndir úr  leik SA vs STORM. Þær má skoða hér.

Myndir úr leik SA - STORM

Þá eru nokkrar myndir komnar á síðuna úr leiknum við finnana. Þær má skoða hér.

Ice Cup: Ert þú búin(n) að skrá þig?

Skráningarfrestur á Ice Cup er til 15. apríl. Fjórtán lið komin á blað. Einstaklingar geta haft samband og fengið aðstoð við að mynda lið.

Breyttir æfingatímar á morgun

Ákveðið hefur verið að sameina hópana 3 í æfingabúðunum í 2 á morgun þar sem margir eru fjarverandi. Ath að tímataflan breytist við þetta!

Drög að tímatöflu Goðamótsins 10.-11.apríl

Dregið verður í keppnisröð þriðjudaginn 6 apríl kl 18 í félgasherbergi skautahallarinnar. Hér má sjá drög af dagskrá mótsins.
 

Úrslit ráðin í 2. flokki

Keppnin í 2. flokki hefur verið spennandi í vetur og nú þegar keppnin er að klárast átti SA möguleika á því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn, en til þess að það myndi gerast yrðu SR-ingar að vinna Björninn í kvöld og síðan þyrfti SA að vinna Björninn í síðasta leik á laugardaginn næsta hér heima.  Leik SR og Bjarnarins var hins vegar að ljúka í Reykjavík með sigri Bjarnarmanna sem tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn.  Þar með eru úrslitin ráðin, SA lendir í 2. sæti og SR í því þriðja og úrslit síðasta leiks nú á laugardaginn breyta engu um þessa niðurstöðu.

Einkatímar hjá Audrey

Audrey Freyja kemur sem gestaþjálfari í páskaæfingabúðirnar okkar dagana 31. mars til 2. apríl. Ef áhugi er fyrir hendi þá getur hún boðið upp á einkatíma fyrir þá sem það kjósa þessa daga. Hafið samband við Audrey með tölvupósti (audreyfreyja@gmail.com) til að panta tíma.

Krullan framundan - Opinn mánuður og skráningar í Ice Cup

Í dag er réttur mánuður þangað til Ice Cup hefst. Skráningarfrestur er til 15. apríl. Krullufólk er hvatt til að skrá sig sem fyrst til að auðvelda skipulagningu. Margir "opnir" tímar í apríl en ekkert mót fram að Ice Cup.