Einkatímar hjá Audrey

Audrey Freyja kemur sem gestaþjálfari í páskaæfingabúðirnar okkar dagana 31. mars til 2. apríl. Ef áhugi er fyrir hendi þá getur hún boðið upp á einkatíma fyrir þá sem það kjósa þessa daga. Hafið samband við Audrey með tölvupósti (audreyfreyja@gmail.com) til að panta tíma.

Krullan framundan - Opinn mánuður og skráningar í Ice Cup

Í dag er réttur mánuður þangað til Ice Cup hefst. Skráningarfrestur er til 15. apríl. Krullufólk er hvatt til að skrá sig sem fyrst til að auðvelda skipulagningu. Margir "opnir" tímar í apríl en ekkert mót fram að Ice Cup.

Íslandsmótið i krullu: Mammútar sigruðu!

Mammútar unnu Garpa í úrslitaleik Íslandsmótsins, Víkingar unnu Fífurnar í leik um bronsið.

Tillaga að fjölgun titla

Nú er enn einu tímabili hjá meistaraflokki karla að ljúka, nánar tiltekið 19. tímabilinu þar sem keppt hefur verið á Íslandsmóti 3ja liða eða fleiri.  Fyrsta tímabilið var árið 1991 – 1992 þegar vélfrysta svellið í Laugadalnum komst í gagnið og Björninn hafði verið stofnaður.  Sá er þetta skrifar hefur spilað öll 19 tímabilin, nokkur þeirra standa uppúr sem mjög eftirminnileg en sannleikurinn er sá að flest renna þau saman eitt, hvert öðru líkara.


Öll tímabilin hefur keppnisfyrirkomulagið verið það sama, þ.e. tvö efstu lið að stigum eftir undankeppni halda áfram í úrslitakeppnina þar sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn.  Sá titill er það sem öll lið sækjast eftir, en aðeins eitt fær.  Jafnframt er þetta eini titillinn sem keppt er um, jafnvel þó talað sé um deildarmeistaratitilinn þá er hann aðeins eftirsóknarverður vegna heimaleikjaréttarins sem hann tryggir liðum.

Páskaæfingabúðir A og B - hópaskiptingar og tímatafla

Páskaæfngabúðir LSA hefjast á morgun mánudaginn 29. mars. Iðkendur skulu mæta a.m.k. 20 mín. fyrir fyrsta ístímann sinn, munið að koma með afísæfingaföt, íþróttaskó og létt nesti til að borða á undan ístíma nr. 2.

SKAUTATÖSKU - SKAUTABUXUR

Er komin með skautatöskur heim til mín og er ykkur velkomið að koma og skoða,  tilvalin fyrir skautabarnið einnig er hægt að geyma skíðaskó í þessum töskum já eða bara íþróttaskó og föt frábærar og fallegar töskur er með nokkra liti og munstur, á líka til MONDOR skautabuxur í nr. 8-10 og 12-14

Allý, allyha@simnet.is - 8955804

 

Íslandsmótið í krullu: Garpar og Mammútar leika um gullið

Mammútar unnu undanúrslitaleikinn gegn Fífunum og leika gegn Görpum um Íslandsmeistaratitilinn.

Skemmtilegur leikur við finnana

Á fimmtudagskvöldið spiluðum við við finnska liðið Storm og það er skemmst frá því að segja að við átti ekki mikla möguleika gegn þeim.  Við náðum ekki að tefla fram okkar sterkasta liði en leikmenn eins og Ingvar, Orri, Stebbi, Gunnar Darri og Steinar voru ekki með okkur en í staðinn fengu ungir og efnilegir leikmenn að reyna sig, sumir að spila sinn fyrsta leik í meistaraflokki.  Leikurinn var engu að síður mjög skemmtilegur og það er alltaf gaman að spila við ný lið enda ekki oft sem við mætum öðrum andstæðingum en kunningjum okkar sunnan heiða. 

Íslandsmótið i krullu: Garpar beint í úrslitaleikinn

Garpar unnu slaginn gegn Mammútum og fara beint í úrslitaleikinn. Fífurnar unnu Víkinga.