Íslandsmótiđ 2018

Fyrstu leikir mánudaginn 5. Mars

SA Víkingar deildarmeistarar

SA Víkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn Í Hertz-deildinni í gærkvöld þegar þeir unnu sannfærandi sigur á Birninum, lokatölur 10-3. SA Víkingar eru þá komnir með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst 3. apríl þar sem liðið mætir Esju.

Ásynjur með sigur í síðasta deildarleiknum sínum

Það hefur oft sést fallegra hokkí í skautahöllinni heldur en í gærkvöldi, laugardagskvöld, þegar Ásynjur tóku á móti Reykjavíkurstúlkum. Þetta var síðasti leikur Ásynja fyrir úrslitakeppnina sem hefst á þriðjudagskvöldið. Ásynjur mættu óvenju fjölmennar þrátt fyrir meiðsli en Guðrún Blöndal og Sólveig Gærdbo Smáradóttir spiluðu með eftir töluvert hlé.

SA Víkingar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn á morgun

SA Víkingar taka á móti Birninum í Hertz-deild karla á morgun, laugardag, kl 16.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar geta með sigri í venjulegum leiktíma tryggt sér deildarmeistaratitlinn og þar með heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Aðgangseyrir er 1000 kr. frítt inn fyrir 16 ára og yngri.

Ynjur deildarmeistarar!

Ynjur og Ásynjur áttust við í gærkvöldi, fimmtudagskvöld, í því sem varð útslitaleikur um deildarmeistaratitilinn í meistaraflokki kvenna. Fyrir leikinn höfðu Ynjur 32 stig og Ásynjur 30 þannig að með sigri gátu Ynjur landað deildarmeistaratitlinum. Þær komu ákveðnar til leiks og ætluðu greinilega að klára þetta í þessum leik. Hilma skoraði fyrir Ynjur þegar um 4 og hálf mínúta voru liðnar af leiknum, laglegt mark með stoðsendingu frá Önnu Karen. Þegar rúmar 7 mínútur voru svo eftir af lotunni átti Silvía svo skot sem Guðrún Katrín varði í marki Ásynja en Silvía náði frákastinu og laumaði pekkinum snyrtilega í markið. Staðan eftir fyrstu lotu 2-0.

Ynjur - Ásynjur í kvöld kl 19.45

Ynjur og Ásynjur eigast við í háspennuleik nú í kvöld í Hertz-deild kvenna og mun líklegast skera úr um hvort liðið hampar deildarmeistaratitlinum. Leikurinn hefst kl 19.45 og það er frítt inn. Ynjur eru í efsta sæti deildarinnar með 32 stig, tveimur stigum meira en Ásynjur en þetta er síðasti leikur liðann fyrir úrslitakeppnina sem hefst næskomandi þriðjudag.

Ásynjur töpuðu stigi gegn Reykjavík

Ásynjur lögðu land undir fót í gær, laugardag, og sóttu sameinað lið SR og Bjarnarins heim. Fyrirfram mátti gera ráð fyrir sigri Ásynja en Reykjavíkurstúlkur hafa þó verið að sækja í sig veðrið og þær komu grimmar til leiks og ætluðu sér greinilega sigur. Þær eru komnar í nýjar, flottar treyjur og liðið virðist greinilega vera komið til að vera.

Íslandsmót 2018

Mótiđ hefst 5. mars.

SA Víkingar tylltu sér á toppinn

SA Víkingar unnu gríðarlega sterkan sigur á Esju í gærkvöld í toppslag Hertz-deildarinnar. SA Víkingar sigruðu með 5 mörkum gegn 1 og náðu þar með eins stigs forystu á Esju í deildarkeppninn en hafa þá líka spilað tveimur leikjum minna en Esja.

SA Víkingar - Esja í Hertz-deildinn kl 19.30 í kvöld

SA Víkingar taka á móti Esju á heimavelli í Hertz-deildinni í kvöld, þriðjudagskvöld, kl 19.30. Nú er ljóst að þessi lið mætast í úrslitakeppninni í ár en næstu leikir munu ráða því hvort liðið fær heimaleikjaréttinn. Esja er nú með 44 stig og eiga eftir að leika 3 leiki í deildinni en SA Víkingar eru með 42 stig og eiga 5 leiki eftir. Liðin hafa mæst 6 sinnum í vetur og þar af hafa 4 leikir farið í framlengingu. Fyllum stúkuna í kvöld, miðaverð 1000 kr frítt inn fyrir 16 ára og yngri.