Breyting á æfingatíma á morgun!

Á morgun sunnudaginn 27. ágúst verður breyting á æfingatíma.  Bæði M og 5. hópur mæta milli 18 og 19!

Tímabundna tímataflan er komin í valmyndina hér til vinstri á síðunni og er hún í gildi til 4. september en þá tekur tímataflan 2006-2007 gildi.  Sú tímatafla er þó birt með fyrirvara og geta einhverjar smávægilegar breytingar orðið á henni.

Allir iðkendur sem þurfa nýjan dans eiga að koma með tónlist til Helgu þjálfara fyrir mánudaginn 4. september.  Einkatímar ætlaðir til vinnslu í prógrömmum/dönsum verða á tímabilinu 4.-19. september og verður einkatímatafla hengd upp á korktöflu í klefa 3 á mánudaginn nk.  Allir verða að muna að skrá sig tímanlega.  (30 mín. í einkatíma kosta 1500 kr og 60 mín. 3000 og greiðist áður en einkatíminn hefst).

Frá og með mánudeginum 28. ágúst er ætlast til að iðkendur mæti a.m.k. 20 mín. fyrir hvern ístíma og hiti upp og skokki í 10 mín. eftir hvern ístíma og geri teygjur.

Nýir skautar

Þeir sem þurfa að láta setja járn undir nýja skauta er bent á að hafa samband við Denna, sími: 899-0043. Hann verður inn í skautahöll föstudaginn 25/8.eftir kl 16:00

 

Hokkíæfingar byrja skv. æfingatöflu þriðjudaginn 22. ágúst

Hokkíæfingar byrja skv. æfingatöflu þriðjudaginn 22. ágúst

timi timi man þri mið fim fös lau sun
     meist          
08:00 09:00           4 fl list
09:00 10:00           3 fl list
10:00 11:00           5 fl list
11:00 12:00           list 6 og 7
12:00 12:50           list byrjendur
13:00 14:00      OPIÐ   OPIÐ   OPIÐ   OPIÐ  OPIÐ
14:00 15:00 Heflun     OPIÐ   OPIÐ   OPIÐ  OPIÐ  OPIÐ
15:10 16:00 List 6og7 fl list   OPIÐ   OPIÐ  OPIÐ  OPIÐ
16:00 16:55 List 5 fl list byrjendur list  OPIÐ  OPIÐ
16:55 17:05 Heflun heflun heflun heflun heflun  
17:05 18:00 List 4 fl list 6 og 7 fl list leikir list
18:00 19:00 List 3 fl list 4 og 5 fl list leikir list
19:00 20:00 List 2 fl list 3 fl   leikir list
19:55 20:05 Heflun heflun heflun heflun heflun    
20:00 21:00 krulla meist old boys kvenna     kvenna
21:10 22:00 krulla kvenna krulla 2 fl     old boys
22:00 23:00 krulla   krulla meist     old boys

Æfingar hefjast á morgun

Jæja nú ættu allir að vera búnir að fá heimsent bréf um byrjun vetrarstarfsins. Æfingar hefjast á morgun samkvæmt æfingatöflu sem skoða má með því að smella á "lesa meira" hér fyrir neðan. Aðalþjálfari okkar þetta árið verður Denni (Sveinn Björnsson). Einnig fáum við til okkar Kanadíska hokkíkonu Söru Smiley sem auk þess að spila með kvennaflokknum mun sjá um aðstoðarþjálfun hjá félaginu. Nú er um að gera að allir mæti ferskir og glaðir eftir hvíld sumarsins. Einnig þurfa allir að muna eftir að skrá sig, og best er að gera það með tenglinum í valmyndinni hér til vinstri og muna að vanda alla upplýsingagjöf.

Meistarar.

Hér er hægt að sjá meistara í hinum ýmsum löndum.

http://www.iihf.com/news/iihfpr5606.htm

Smá breyting!

Af óviðráðanlegum orsökum falla æfingar niður á morgun sunnudaginn 20. ágúst.  Æfingar byrja því á mánudaginn 21. ágúst.

Ný skerpingavél

Eftir margra ára baráttu hefur Skautafélag Akureyrar loks eignast nýja fullkomna skerpingavél. Vélin er af gerðinni Blademaster og gjörbreytir aðstöðu til skautaskerpinga á Akureyri.  Það var Vetraríþróttamiðstöð Íslands sem veitti rausnarlegan styrk til kaupanna.

Til hamingju með þennan áfanga, Skautafélagsmenn.

 

Tímatafla fram til 4. september!

Eins og áður hefur komið fram verður skráningardagur laugardaginn 19. ágúst milli 11 og 13.  Þar fá iðkendir að vita í hvaða flokki þeir munu æfa í vetur og prófa svellið.  Þessi flokkaskipting er þó ekki endanleg og getur komið til þess að einhverjar breytingar verði og biðjum við alla iðkendur og foreldra að hafa það í huga og virða.  Við munum fá til okkar nýjan þjálfara frá Kanada sem heitir Hanna Burnett.  Hún kemur til landsins í september og tekur hún við þjálfun hjá eldri flokkum. 

Þeir iðkendur sem verða að æfa með M hópi, 5. hópi, 4. hópi, 3. hópi og U hópi byrja æfingar 20. ágúst en aðrir flokkar byrja þann 4. september skv. tímatöflu sem birt verður á næstu dögum.

Hér er tímatafla fyrir æfingarnar 20. ágúst til 4. september.

Meistaraflokkur

Breyting gæti orðið á æfingunni á laugardag, meistaraflokksmenn eru beðnir um að fylgjast með.

Skráning iðkenda

Laugardaginn 19. ágúst byrjum við að skrá iðkendur. Opið hús verður fyrir alla krakkar sem ætla að æfa listhlaup milli kl. 11:00 og 13:00 og þeir sem ætla að æfa hokkí mæta milli kl. 13:00 og 15:00.