Meistaraflokkur!

Ísæfing verður á laugardaginn 19.ágúst kl:18:00.                                                                                                              Sjáumst hressir!!

ÍS.

Heyrst hefur að hallarmeistarinn Viddi ætli sér að kveikja á frystivélunum í dag, og ís verði kominn eftir viku!!     Fyrir þá allra hörðustu er jafnvel hægt að komast fyrr á skauta, með því að rétta fram hjálparhönd í komandi viku. Lengi lifi Skautahöllin. HÚRRA HÚRRA HÚRRA!!!!

Skerpingarvél.

Skautafélag Akureyrar hefur eignast nýja skerpingarvél. Hún ber nafnið BLADE MASTER og á víst að vera svakaleg. Semsagt skautafélagsmenn og konur verða hreynt á fljúgandi ferð í allann vetur.

Breytingar.

Eitthvað hefur verið um breytingar í íslensku íshokkí í ár.  Unglingadeild hefur verið stofnuð og breyting hefur orðið á úrslitarkeppni, sem og á útbúnaði fyrir markmenn. Best er að lesa um þetta á ihi.is

Skautapöntun!

Þriðjudaginn 15. ágúst kl. 17 í Skautahöllinni verður hægt að fá aðstoð við skauta- og blaðapöntun fyrir iðkendur sem æfðu með 3, 2, 1. og M flokki síðasta skautatímabil.  Þeir sem misstu af pöntunardeginum í vor hafa því annað tækifæri til að fá aðstoð, þetta er síðasti séns fyrir þá sem ekki eiga skauta eða blöð fyrir næsta tímabil!

Skráning fyrir næsta tímabil verður auglýst bráðlega og er áætlunin að hefja æfingar í 3. viku ágústmánaðar. 

Við hlökkum til að sjá alla aftur!

Meistaraflokkur 2-3 flokkur.

Ákveðið hefur verið að hittast og hlaupa á mánudögum kl 20:00, miðvikudögum kl 20:00 og laugardögum kl 17:00. Og strákar.......það er merkt við hverjir koma!

Meistaraflokkur 2 og 3 flokkur.

Þá er komið að því. Leikmenn meistaraflokks, 2 og 3 flokks eru beðnir um að mæta á útiæfingar mánudaginn 24 júli kl.20:00. Vinsamlegast látið orðið berast.  Kveðja  þjálfarar.

Carolina Hurricanes NHL meistarar!!

Carolina Hurricanes urðu í nótt NHL meistarar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Carolina vann 7 leikinn 3-1 gegn Edmonton Oilers, en 4 leiki þarf til að hampa hinum eftirsótta Stanley bikar. Eftir leikinn hlaut svo nýliðinn og markmaður Carolina, Cam Ward bikarinn sem besti leikmaður úrslitakeppninnar.

Lokaúrslitaleikurinn er í kvöld

Í kvöld er lokaleikurinn i rimmu Edmonton Oilers og Carolina Hurricanes um bikar Stanleys Lávarðar

Meistaraflokkur

Skautafélag Akureyrar hefur ráðið nýjan þjálfara fyrir leiktímabilið 2006-2007. Það er enginn annar en Dr. Hook, rauður nr. 43 Hooking!!  Sveinn"Denni"Björnsson. Denna þekkja flestir vitibornir íshokki unnendur, hann hefur verið með skautafélaginu sem leikmaður og þjálfari hjá yngri flokkum nánast allt sitt líf. Einnig smiðaði hann okkar blessuðu höll einn og óstuddur. :) Denni hefur hefur gefið það út að hann ætli sér að hefja undirbúnings tímabilið um miðjan Júli og það sé eins gott að meistaraflokksmenn mæti, enda megi alveg skera nokkur kíló af nokkrum leikmönnum. :) Einhverjar mannabreytingar verða í hópnum, Clark og og Gunnar þór hafa ákveðið að leggja skautana á hilluna sökum aldurs, og hafa aðrir tilkynnt "comback" í hópinn á ný, nöfn þeirra verða tilkynnt síðar. Ekkert hefur verið rætt um erlenda leikmenn en meira um það síðar. Annars er það að frétta af meistaraflokksmönnum að þeir fagni komu Denna og leikmenn hlakka mikið til komandi leiktímabils undir stjórn Denna. ÁFRAM S.A.!!!!