Karfan er tóm.
Heyrst hefur að hallarmeistarinn Viddi ætli sér að kveikja á frystivélunum í dag, og ís verði kominn eftir viku!! Fyrir þá allra hörðustu er jafnvel hægt að komast fyrr á skauta, með því að rétta fram hjálparhönd í komandi viku. Lengi lifi Skautahöllin. HÚRRA HÚRRA HÚRRA!!!!
Eitthvað hefur verið um breytingar í íslensku íshokkí í ár. Unglingadeild hefur verið stofnuð og breyting hefur orðið á úrslitarkeppni, sem og á útbúnaði fyrir markmenn. Best er að lesa um þetta á ihi.is
Þriðjudaginn 15. ágúst kl. 17 í Skautahöllinni verður hægt að fá aðstoð við skauta- og blaðapöntun fyrir iðkendur sem æfðu með 3, 2, 1. og M flokki síðasta skautatímabil. Þeir sem misstu af pöntunardeginum í vor hafa því annað tækifæri til að fá aðstoð, þetta er síðasti séns fyrir þá sem ekki eiga skauta eða blöð fyrir næsta tímabil!
Skráning fyrir næsta tímabil verður auglýst bráðlega og er áætlunin að hefja æfingar í 3. viku ágústmánaðar.
Við hlökkum til að sjá alla aftur!
Ákveðið hefur verið að hittast og hlaupa á mánudögum kl 20:00, miðvikudögum kl 20:00 og laugardögum kl 17:00. Og strákar.......það er merkt við hverjir koma!