Karfan er tóm.
Fundur fyrir foreldra/forrámanna iðkenda í 3.-7 hóp verður í íþróttahöllinni við sundlaugina þriðjudaginn 9. september kl:18-19. Veturinn framundan á dagskrá. Kaffi og spjall í boði eftir formlegan fund.
Þjálfarar og stjórn
Jæja, þá er Sarah mætt á svæðið og æfingar byrja á morgun hjá öllum flokkum. Smelltu á "lesa meira" til að sjá æfingatímana þennann fyrsta æfingadag. Ég set svo hér til hliðar í valmyndina nýja æfingatöflu sem tekur svo gildi á næsta laugardag og afísæfingatöflu sem tekur gildi 8.sept.
Þeir sem eiga eftir að skrá sig fyrir næsta vetur sendið tölvupóst á annagj@simnet.is
Æfingar 1&2 hóps hefjast um miðjan sept. auglýst nánar síðar.
Á morgun miðvikudaginn 27. ágúst fá allir iðkendur í 3.-7. hóp afhenta útprentaða tímatöflu yfir ís-, afístíma, upphitunartíma, danstíma og teygjutíma.
*1. og 3. fimmtudag hvers mánaðar mæta iðk. í eftirfarandi keppnisflokkum í morguntíma á fimmtudagsmorgnum milli 6:30 og 7:15 (mæting 6:15): Junior, Novice, 15 ára og eldri B, 12 ára og yngri A og 10 ára og yngri A
*2. og 4. fimmtudag hvers mánaðar mæta iðk. í eftirfarandi keppnisflokkum í morguntíma á fimmtudagsmorgnum milli 6:30 og 7:15 (mæting kl. 6:15): 14 ára og yngri B, 12 ára og yngri B og 10 ára og yngri B.
Þar með munu iðk. sem keppa í 14 ára og yngri B, 12 ára og yngri B og 10 ára og yngri B mæta nk. fimmtudagsmorgun í morguntíma.