Karfan er tóm.
Rétt í þessu var að ljúka fyrsta leik Íslandsmótsins í íshokkí hér í Skautahöllinni á Akureyri. Grafarvogsbjörninn sótti okkur heim og stillti upp ágætis blöndu af ungum leikmönnum og aðeins yngri leikmönnum. Björninn er með sambærilegt lið og í fyrra en styrktu sig verulega með nýjum markmanni, en í sumarlok gekk til liðs við þá hinn sænskættaði Íslendingur Dennis Hedström sem gerði garðinn frægan með íslenska landsliðinu í Ástralíu síðasta vor.
Þann 20. september nk. frá kl. 8:00 - 14:00 verður haldið BYR Sparisjóðsmót í Listhlaupi á skautum fyrir keppendur í A og B keppnisflokkum.
Dregið verður í keppnisröð miðvikudagskvöldið 17. september kl. 20:00 í fundarherbergi í Skautahöllinni á Akureyri.
Á morgun sunnudaginn 21. september verður frí á fyrri æfingu hjá 5., 6. og 7. hóp. Æfingar verða samkvæmt tímatöflu um kvöldið.
3. og 4. hópur fær aukaæfingu í fyrramálið. 3. hópur mætir milli 9 og 10 og 4. hópur milli 10 og 11.
Hér er að finna plan yfir mætingartíma, upphitunartíma og annað fyrir mótið á morgun.
Á fundi ÍBA í gærkvöldi var kynnt samstarfsverkefni ÍBA, ÍRA og skólaþróunnarsviðs HA, vegna íþróttastefnu Akureyrarbæjar. Upphaflega stóð til að fara í vinnu vegna afreksstefnu en verkefnið hefur undið upp á sig og á nú að reyna að móta íþróttastefnu Akureyrarbæjar.