Nýr leikmaður í röðum S.A.

Meistaraflokkur S.A. fékk enn einn turninn í vörn liðsins í dag. Sá drengur heitir Josh Gribben og er kanadískur og var að spila í Ástralíu áður en hann gekk í raðir S.A. manna. Josh er 192 cm og 95 kg og mun án efa styrkja vörn S.A. manna fyrir komandi átök í vetur.

Fyrsta StórHokkí-helgi vetrarins að baki hér á Akureyri

Um liðna helgi var í Skautahöllinni hér á Akureyri Bikarmót 4. og 5.flokks í boði SA hokkídeildarinnar. Bikarmeistarar urðu A-lið Bjarnarins (Bjö41) sem vann alla sína leiki, í öðru sæti urðu heimamenn sem unnu alla nema einn og í þriðja sæti varð annað liða SRinga (SR42). Hitt lið SR (SR41) urðu fjórðu og svo b-lið Bjarnarmanna (Bjö42) í því fimmta. Í 5.flokki eru ekki talin úrslit en þar var ekki síður tekið á en í þeim fjórða og eru þar á ferð virkilega efnilegir krakkar sem mörg hver hafa greinilega mikla ástríðu til leiksins. SA þakkar sunnan liðunum heimsóknina og fyrir skemmtilegt mót og vonum að þeir hafi átt góða ferð heim í gær. OG TAKK allir félagsmenn og velunnarar sem lögðu fram ómælda vinnu við mótahaldið, án ykkar væri þetta ekki hægt. (O:

 

Ísumsjón

Bragðarefir og Svartagengið sjá um ísinn mánudaginn 29. sept. 

Iðkendur 4. hóps!

Við hjá foreldrafélaginu viljum biðja iðkendur í fjórða hópi að taka að sér að vinna á ÍSS mótinu um helgina í kaffi- og pakkasölu, enda mikið sem þarf að gera á mótinu. Við fáum svo A & B stelpur til að vinna á næsta C-móti í staðinn. Endilega sendið póst á johanna@bjarg.is og staðfestið þátttöku.

 

 

SR vann í Mfl. 3 - 5

Leik SA og SR í meistaraflokki lauk með sigri SRinga með 5 mörkum gegn 3.

Vegna Bikarmóts á sunnudaginn 28 sept falla niður æfingar hjá 6-7 flokk og byrjendum á sunnudag 28 sept

Pláss fyrir fleiri iðkendur!

Enn er pláss fyrir fleiri iðkendur í yngri flokkum fyrir veturinn. Endilega hvetjið litla skautasnillinga til að koma og prófa! Æfingar fyrir leikskólabörn á miðvikudögum kl:17:15 og æfingar fyrir grunnskólabörn á miðvikudagögum og föstudögum kl:17:15. Skautaæfingar og skemmtilegir leikir á ís. Allt árið kostar einungis 25.000.- fyrir leikskólabörn en 39.000 fyrir grunnskólabörn, hægt að skipta greiðslum.

 

ÁRÍÐANDI Tilkynning um BREITTA dagskrá barna mótsins um helgina

Vegna breittrar liðskipunar SRinga Þá breitist öll dagskrá helgarinnar nema MFL. leikurinn heldur sinni tímasetningu. SR ætlaði að mæta með tvö 5.fl. lið og eitt 4.flokks en það snerist við á allra síðustu stundu og því varð að gera algjörlega nýja dagskrá í hvelli og biðjumst við afsökunar á þeim vandræðum og veseni sem þetta veldur ykkur gott fólk, en við þetta gátum við ekki ráðið og einbeitum okkur að því að gera gott og skemmtilegt mót úr þeim aðstæðum sem skópust við þessi tíðindi seinnipartinn í dag. Þessa NÝJU DAGSKRÁ má skoða hér

Beinar útsendingar frá Oslo Cup

Þessa helgina er hægt að horfa á beinar útsendingar frá Oslo Cup

S.A. vs S.R. Meistaraflokkur.

Á morgunn laugardaginn 27 sept. verður risaslagur því þá mætast Skautafelag Akureyrar og Skautafelag Reykjavíkur. S.R.-ingar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Birninum og mæta því eflaust með sjálfstraustið í botni. S.A. menn hafa verið að slípa leik sinn og ætla taka fast á S.R. mönnum þegar þeir koma í heimsókn. Semsagt hörkuslagur af bestu gerð, herlegheitin hefjast kl 17:00. Saggarnir hafa boðað komu sína og verður því kátt í höllinni. Skyldumæting, ÁFRAM S.A.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!