Mfl. SA - Björninn í gærkvöld

Leik liðanna í gærkvöldi sem var mjög jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, lauk með sigri SA 4 - 3.

Skautamót í Laugardal 5.-7 desember '08

Kæru iðkendur og foreldrar / foráðamenn.          

Helgina 5.-7. desember förum við á skautamót í Skautahöllinni í Laugardal.

Mót þetta er fyrir keppendur í eftirfarandi keppnisflokkum:

Stúlknaflokkur A (Novice), Unglingaflokkur A (Junior), Kvennaflokkur A (Senior),

8 ára og yngri A, 10 ára og yngri A, 12 ára og yngri A,

8 ára og yngri B, 10 ára og yngri B og 11 ára og yngri B drengir.

Nánari upplýsingar um mótið sjálf, keppendalista og drög að mótaskrá, er hægt að skoða á

heimasíðu Skautasambands Íslands: www.skautasamband.is

Við munum fara með flugi á mótið og heim aftur.

Brottför frá Akureyri er föstudaginn 5. desember kl. 17:25, mæting kl. 16:55 á flugvöllinn á Akureyri.

Brottför frá Reykjavík er sunnudaginn 7. desember kl. 15:00, mæting kl. 14:30 á flugvöllinn í Reykjavík.

Foreldrar/forráðamenn þurfa að passa upp á að keppendur mæti tímanlega á Akureyrarflugvelli á föstudeginum og taka á móti sínum konum þegar þær lenda á sunnudeginum um kl. 15:45

ÍSS mun sjá til þess að hópurinn verður sóttur á Reykjavíkurflugvöll á föstudagskvöldið og keyra okkur aftur í flug á sunnudeginum.

Hópurinn mun gista í Farfuglaheimili Reykjavíkur, Sundlaugaveg 34 (s: 553 -8110).Allir verða að taka með sér sængurföt og lök.


Keppendur munu þurfa að hafa með sér vasapening sem fer upp í fæði í ferðinni og afþreyingu á laugardeginum. Nánari upplýsingar um upphæðina á vasapening verða settar inn á heimsíðuna er nær dregur. Peninginn skal afhenda fararstjórum í upphafi ferðar.

Að lokum viljum við minna alla á að mæta hressar og kátar í ferðina, sýna félögum okkar, öðrum keppendum, þjálfurum og fararstjórum íþróttamannslega framkomu, virðingu og kurteisi.

Hlökkum til að fara með ykkur ;o)

kær kveðja  frá okkur fararstjórunum.

Hulda Björg Kristjánsdóttir huldabk@btnet.is gsm 8468675

Bryndís Björnsdóttir   dis@akmennt.is  gsm 8653700

Iðunn Árnadóttir í 3 sæti!

Því miður urðu þau leiðu mistök á Kristalsmótinu í Reykjavík að úrslit í flokki 10C, voru rangt reiknuð. Í ljós kom að Iðunn Árnadóttir úr SA, var í þriðja sæti! Hjartanlega til hamingju með það Iðunn, frábær árangur! Verðlaunin hennar verða send norður og við afhendum henni á æfingu þegar þau koma.
Sjá úrslit: http://www.skautafelag.is/gogn/urslit_kristalsmot.pdf 

Bikarmót krulludeildar 2008

Bikarmótið verður leikið á einni viku 1, 3, og 6 desember.   

          

Morgunæfing fellur niður í fyrramálið!

Morgunæfing milli 6:30 og 7:15 hjá 5. 6. og 7. hóp fellur niður í fyrramálið. Þeir sem áttu að mæta í fyrramálið geta mætt í staðinn næsta fimmtudagsmorgun. 

Ein gömul og góð

Hér er ein gömul og góð mynd úr sögu félagsins.  Ásgrímur Ágústsson tók myndina árið 1980 skömmu eftir sigurleik Skautafélags Akureyrar á Skautafélagi Reykjavíkur en þarna var um að ræða leikmenn undir 18 ára aldri.

Á myndinni eru;  Aftari röð frá vinstri Roine Tielinen þjálfari, Baldvin Birgisson, Geiri Geira, Ágúst Birgisson, Jón Sigurðsson, Ingvar Ólsen og Tómas Jónsson
Neðri röð frá vinstri Kristján Óskarsson (Diddó), Héðinn Björnsson, Jóhann Ævarsson, Jón Birgir Gunnlaugsson, Sigurpáll Guðmundsson, Ágúst Ásgrímsson, Bergþór Ásgrímsson og Jónas Björnsson

Fundur á fimmtudag kl:18:00 v/Reykjavík International

Heil og sæl, Reykjavík International fer fram dagana 16.-18. janúar. Þetta mót er ekki á vegum ÍSS, því miður rukka þeir mun hærra keppnisgjald eða 5.000 kr. heldur en ÍSS gerir, eða 3.500 - Þar með eru þeir fjármunir ekki allir inn í æfingagjöldum, þar sem við gerðum ráð fyrir sama keppnisgjaldi og ÍSS gjaldið er. Því þurfum við að rukka alla A iðkendur um 1.500 krónur fyrir mótsgjald og B iðkendur fyrir fullt gjald.

Við ætlum að funda um málið á fimmtudag kl:18:00 í skautahöllinn. Allir verða að skila inn aðtölvupósti á hildajana@gmail.com með staðfestingu á því að viðkomandi iðkandi ætli að taka þátt í mótinu fyrir kl:17:00 27.nóvember. Eða mæta á fundinn og staðfesta þátttöku þar. Á fundinum verður tekin ákvörðun um hvort að allir fari á í hópferð, eða á eigin vegum. Keppnisflokkarnir eru:

Víkingar Akureyrarmeistarar 2008

Lokaumferð Akureyrarmótsins var leikin í kvöld. 

Tapað silfur

Kæru foreldrar

Hún Emilía hefur týnt silfurmedalíunni sinni sem hún fékk á Kristalsmótinu um helgina.

Viljið þið ath í töskur barna ykkar hvort hún hafi nokkuð ratað í ranga tösku.

Með kveðju

Jóhanna 6632879 

Úrslit Kristalsmóts C-flokka

Það má með sanni segja að S.A. krakkarnir á C - Kristalsmótinu í Reykjavík sem fór fram um helgina hafi staðið sig alveg frábærlega, í fyrsta lagi voru þau félaginu og sjálfu sér til mikillar fyrirmyndar, bæði á ísnum og utan hans. Börnin komu heim með 2 gull 3 silfur og eitt brons. Glæsilegur árangur - Til hamingju öll!