13.03.2009
Búið að breyta æfingum helgarinnar aftur! - Af óviðráðanlegum orsökum verður að breyta æfingum um helgina lítillega. Við vonumst til að þetta komi sér ekki illa fyrir neinn.
11.03.2009
Hér má finna upplýsingar varðandi undirbúning vegna æfingabúðanna á Akureyri í sumar, sem ætlaðar eru öllum áhugasömum iðkendum í 3.4.5.6. og 7. hóp. Stefnt er að því að búðirnar standi frá þriðjudeginum 4. ágúst (eftir versló) og þar til skólinn hefst! Iveta mun þjálfa frá 10-28. ágúst og Audrey mun sjá um afís. Helga verður í æfingabúðunum, sem fyrr, aðal- og yfirþjálfar deildarinnar. STEFNT ER AÐ ÞVÍ AÐ BÚÐIRNAR VERÐI Á SAMA VERÐI - EN HELST ÓDÝRARI EN Í FYRRA! En þá var heildarverðið á vikunum þremur 45. þúsund krónur! Því fleiri sem taka þátt, því ódýrari verða búðirnar! Þá er einnig stefnt að því að hafa skautanámskeið fyrir iðkendur í 1. og 2. hóp á tímabilinu, auk byrjendanámskeiðs. En hér má sjá nánar um tilhögunina, en auðvitað birt með FYRIRVARA um breytingar!!
11.03.2009
Úrslitakeppni Íslandsmótsins leikin á föstudag og laugardag.
11.03.2009
Það verður morgunæfing í fyrramálið (fimmtudaginn 12. mars) á venjulegum tíma (6:30-7:15, mæting 6:15). Þetta er 2. fimmtudagur mánaðarins sem þýðir að 14 ára og yngri B, 12 ára og yngri B og 10 ára og yngri B eiga þessa æfingu. Ég vil hvetja þá sem eru í 12 ára og yngri A og 10 ára og yngri A til að mæta líka til að fara yfir basic test æfingarnar :)
10.03.2009
Rétt í þessu var leiknum að ljúka. Svokölluð "írsk heppni" var greinilega ekki með írunum en strákarnir pökkuðu þeim saman 19-0.
Næsti leikur liðsins er á fimmtudaginn gegn Tyrkjum.
yfir og út.
10.03.2009
Ekki verður krullað á miðvikudagskvöld þar sem íshokkímenn fá þann tíma til æfinga. Sama verður miðvikudaginn 18. mars engin æfing hjá okkur.
09.03.2009
Mammútar héldu sigurgöngu sinni áfram í kvöld með sigri á Görpum í úrslitaleiknum.
09.03.2009
PAPPÍR
Þú ( pabbinn) sem sótti pappír á Olís á reikning Listhlaupadeildarinnar 30 eða 31 des. s.l. og kvittaðir ekki, endilega hafðu samband við mig sem fyrst svo hægt sé að ganga frá þeim málum..
Allý, allyha@simnet.is eða 895-5804