Íslandsmótið í krullu: 1. umferð

Fyrsta umferð Íslandsmótsins fer fram í kvöld.

Fyrsta æfing fyrir opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar 2010

Eins og kom fram í fréttabréfi LSA núna í byrjun annar þá hefur LSA verið boðið að vera með opnunaratriði á Vetraríþróttahátíð 2010. Við munum setja upp 6-8 mínútna sýningu með öllum keppendum okkar í A, B og C flokkum. Hátíðin verður sett í Skautahöllinni 6. febrúar nk. Fyrsta æfingin verður nk. sunnudag 24. janúar milli 11 og 13 en þá viljum við fá A1, A2, B1, S og B2 á ísinn.

Barnamót um helgina og 2. flokkur

Töluvert verður um að vera um helgina og SA fólk á faraldsfæti.  Yngstu keppendurnir eru að fara á barnamót í Egilshöll, þ.e. 7, 6 og 5 flokkur og mun mótið standa frá laugardagsmorgni til hádegis á sunnudag.  Tveir leikir verða svo hjá 2. flokki, sá fyrri í kvöld en sá seinni á morgun og að þessu sinni verða mótherjarnir Bjarnarmenn.  Hart er barist í 2. flokki um Íslandsmeistaratitilinn og leikirnir um helgina munu gefa mikilvæg stig.

Krulla er auðveld íþrótt!

Það auðveldasta við krulluna er að hún krefst lítils hraða, lítils þors og lítils úthalds. Það erfiðasta er samhæfing sjónar og líkama - og leikskilningur. En hvar stendur krullan í samanburði við aðrar íþróttagreinar? Með þeim auðveldustu...

Ný könnun: Hvaða lið verður deildarmeistari í krullu?

Til hægri og neðarlega hér á síðunni er könnun sem allir geta tekið þátt í. Könnunin er að sjálfsögðu til gamans gerð. Spurt er: Hvaða lið verður deildarmeistari í krullu 2010?

Íslandsmótið í krullu 2010

Íslandsmótið í krullu hefst mánudagskvöldið 25. janúar. Átta lið hafa skráð sig til leiks. 

Ósigur á útivelli

Við riðum ekki feitum hesti frá viðureign okkar gegn Birninum í Egilshöllinni í gær en gestjafarnir báru sigur úr býtum með 5 mörkum gegn 3.  Bjarnarmenn eru í miklu stuði um þessar mundir og hafa nú unnið 4 leiki í röð.  Við fórum ágætlega af stað í gær og fyrsta lota var hröð og skemmtilega þó ekkert mark væri skoðað.  Öll mörk SA komu í 3. lotu en henni lauk 3 - 2 fyrir okkur og því var bjartsýnin ríkjandi fyrir síðustu lotuna.  Þar vorum við hins vegar skotnir í kaf og töpuðum henni 3 - 0 þar sem síðasta markið var "empty netter" á síðustu sekúndunum.

Evrópumeistaramótið 2010 í listhlaupi á skautum

Í kvöld hófst Evrópumeistaramótið í listhlaupi á skautum í Tallinn. Á mótinu má sjá bestu skautara Evrópu t.a.m. systkinin Peter og Ivönu sem hafa skautað hjá okkur um árabil undir leiðsögn mömmu sinnar hennar Ivetu "okkar" :)  Hér er heimasíða mótsins en þar er að finna dagskrá, keppendalista og ýmislegt annað fróðlegt. Hægt er að fylgjast með mótinu í gegnum netið fyrir þá sem ekki geta horft á það í sjónvarpinu, hér er einn tengill. (Munið að Tallinn er 2 klst. á undan okkur)

Arena dansverslun

Nú er ÚTSALA í gangi hjá Arena dansverslun.
T.d. skautapils á 2000,-. áður á 5.800Mikið af flottum fatnaði á 1500,-  Skautakjólar (æfinga?) á 5000,- 20-30%afsláttur af öðru.
Endilega hafið samband í síma 662 5260 eða í gegnum netfangið rakelhb@simnet.is
Bestu kveðjur, Rakel.

ATH!

Ef veður leyfir þá ætlum við að færa æfinguna í dag úr Laugargötu yfir á tjörnina við skautahöllina, þar er rennisléttur og traustur ís :) Fylgist vel með heimasíðunni í dag milli 14 og 15. Það hlýnaði skyndilega síðustu 2 tímana og gerði það að verkum að tjörnin er nú einn pollur. Við frestum því skautuninni í dag en skoðum ástandið seinna í vikunni. Það er því frí í dag á æfingu (ath. ekki æfing í laugargötu).