Karfan er tóm.
Aðalfundur foreldrafélags LSA verður haldinn miðvikudaginn 26.maí kl. 19:45 í Skautahöllinni (fundur stjórnar LSA er sama kvöld kl. 20.30) Á fundinum munu Vilborg Erla fomaður og Vigdís meðstjórnandi ganga úr stjórninni en aðrir gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Óskað er eftir a.m.k. tveimur foreldrum til að fylla skörð þeirra sem hætta. Þeir sem gefa kost á sér til starfa eru beðnir um að gera vart við sig með pósti á netfangið jona@norðlenska.is fyrir fundinn. Einnig má hringja í síma 840 8805. Vakin er athygli á mikilvægi öflugs foreldrastarfs fyrir fjáröflun vegna keppnisferða o.fl.
Fyrir hönd sitjandi stjórnar
Jóna, Rakel, Hermann og Bryndís.
Ef einhver er að hugsa um að taka pappír til fjáröflunar fyrir skautabúðirnar þá langar mig að byðja þá að gera það núna í maí mánuði. Við verðum svo í sumarfríi í júní og júlí byrjum svo hress í ágúst og þá er hægt að fá pappír aftur.. En látið mig vita áður en þið náið í hann..
PAPPÍR Í SUMARFRÍI Í JÚNÍ og JÚLÍ
kv. Allý
E.S. Þið getið líka farið með flöskur og lagt inn hjá listhlaupadeildinni í endurvinslunni og kvittað nafnið ykkar ( nafn barns ) og þið eigið ykkar flöskupening..
Halló, ég hef verið spurð um það hvort hægt sé að fara í fjáröflun, kleinusteikingu fyrir æfingabúðirnar hér á Akureyri. Ég er búin að kanna það og við getum fengið tilbúið deig og verið í Oddeyrarskóla núna á sunnudaginn 16. maí byrjum kl. 8 f.h. Ef þið viljið vera með í þessu þá þarf ég að fá að vita það fyrir kl. 16 á morgunn fimmtudag, við verðum að fá foreldra með .. Við getum verið ca. 10 - 15 krakkar í einu nema við tökum okkur góðan tíma fram yfir hádegi..eða skipt hópnum..
Endilega látið vita, fyrstur kemur fyrstur fær..
Allý, allyha@simnet.is - 8955804
Aðalfundur krulludeildar verður haldinn í skautahöllinni mánudaginn 17. maí. kl. 20:00