MARAÞON OG ÆFINGABÚÐIR

Jæja þá er maraþonið á enda og gekk allt vel, krakkarnir voru til fyrirmyndar og vonum við að þau séu hress og ánægð eftir vökunóttina, þökkum líka foreldrum sem voru á vaktinni kærlega fyrir. Vonumst  til að sjá sem flesta í æfingabúðunum í ágúst og minni hér með á að það þarf að skila inn staðfestingu til okkar í síðasta í dag 3. mai. Æfingabúðirnar verða í 3 vikur þ.e. 9. - 27. ágúst.Tími fyrir yngri iðkendur verður auglýstur fljótlega.

Takk fyrir veturinn.

Allý, allyha@simnet.is /  Kristín Þöll, artkt@internet.is

Ice Cup: Skotarnir sigruðu

Skoska liðið Whisky Macs sigraði Confused Celts í úrslitaleik.

Breyting á tíma á ostravafundi

Vegna dræmrar þátttöku á fundinum á sunnudag ætlum við að færa fundinn til kl 17 á mánudag.

Ice Cup: Undanúrslit

Undanúrslit mótsins hófust með fjórum leikjum klukkan 9 í morgun og var svo fram haldið með öðrum fjórum leikjum sem byrjuðu upp úr hálftólf. Það verða Confused Celts og Whisky Macs sem leika til úrslita um aðalverðlaun mótsins en Strympa og Moscow um bronsið.

Ice Cup: Undanúrlit á laugardagsmorgun - leikir

Strympa, Confused Celts, Moscow og Whiskey Macs leika til úrslita um fjögur efstu sætin í Ice Cup þetta árið.

Ice Cup: Úrslit í D-riðli

Skoska liðið Whisky Macs vann alla leiki sína í D-riðlinum.

Ice Cup: Úrslit í C-riðli

Þrjú lið urðu efst og jöfn með 2 sigra í C-riðlinum. Moscow náði efsta sætinu á árangri í skotkeppni.

Ice Cup: Úrslit í B-riðli

Confused Celts vann alla leiki sína í B-riðlinum.

 

Ice Cup: Úrslit í A-riðli

Keppni í A-riðli er nú lokið. Strympa vann alla leikina og fer í undanúrslit á morgun.

Ice Cup: Úrslit, föstudagur eftir hádegi

Síðusta umferð í riðlakeppninni var leikin eftir hádegi í dag, fyrst fjórir leikir sem hófust kl. 14.30 og svo fjórir kl. 17.00.