Hokkídagur í dag
Það verður mikið um að vera í Skautahöllinni á Akureyri í dag en þá munu fara fram tveir íshokkíleikir. SA tekur á móti Birninum í 2. flokki karla og mfl kvenna. Báðir leikirnir eiga það sammerkt að hafa lítið gildi, þ.e.a.s. annað en skemmtanagildi. Fyrri leikurinn verður síðasta viðureign liðanna í undankeppninni hjá konunum og þar eru úrslitin þegar ráðin, þ.e. Björninn hefur þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn en þetta er síðasta viðureign liðanna fyrir úrslitakeppni sem hefst um næstu helgi. Úrlistin í þessum leik breyta því ekki á nokkurn hátt stöðunni en úrslitinum munu að öllum líkindum segja eitthvað til um hvað koma skal í úrslitum. Sú breyting hefur þó verði gerð á liði SA að Josh Gribben mun taka bekkinn og Sarah Smiley mun einbeita sér að spilamennskunni.