Janúarmótið 2010 - 3. umferð

Í kvöld fer fram þriðja umferð riðlakeppni Janúarmótsins.

Þriðjudagsmorgunæfing

Á morgun þriðjudaginn 12. janúar verður morgunæfing fyrir þá sem fara á Rig um næstu helgi. Þeir sem ekki fara á Rig eru líka velkomnir. Æfingin hefst stundvíslega kl. 06:30 og lýkur 07:20 eins og fyrir áramót, mæting kl. 06:15 :)

U20: Markmiðinu náð, en ekki gullinu.

Rétt í þessu var að ljúka úrslitaleiknum á HM í Tyrklandi þar sem Ísland tapaði fyrir Ástralíu 1 - 3.  Í gær unnu okkar menn þó mikilvægasta sigurinn á Nýja Sjálandi því með þeim sigri tryggði liðið sér farseðilinn uppúr 3. deildinni og munu því spila í 2. deild að ári.  Þrátt fyrir að því takmarki hafi verið náð í gær var leikurinn í dag mikilvægur því stefnan er alltaf sett á sigur.  Ástralía er enn aðeins sterkari en við og enn ætlar að verða einhver bið á því að við náum að landa sigri á móti þessum andfætlingum okkar - en biðin styttist.

Góður baráttusigur hjá SA konum

Í kvöld tryggði SA sér fyrsta sigurinn í vetur gegn Birninum í kvennaflokki, í æsispennandi viðureign þar sem úrslitin réðust ekki fyrr enn á síðustu sekúndunni, í orðsins fyllst merkingu. Nokkuð jafnræði var með liðunum en Björninn var þó alltaf skrefinu á undan. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 16. mínútu þegar Hanna Heimisdóttir opnaði markareikninginn fyrir Björninn eftir varnarmistök SA.

Íslandsmótið í krullu 2010

Auglýst er eftir liðum sem ætla að taka þátt í Íslandsmótinu í krullu 2010. Þátttökutilkynningar berist í síðasta lagi 18. janúar.

Stórleikur í höllinni á laugardaginn

Á laugardaginn verður stórleikur í höllinni þegar eldra kvennalið SA tekur á móti Birninum.  Björninn hefur verið með sterkasta liðið í vetur en á meðan tvískipting SA liðsins vetur veikti liðið/liðin í upphafi hafa þau jafnt og þétt verið að styrkjast og nú ætla SA konur sér ekkert annað en sigur.

U20 komið í úrslit

Íslenska landsliðið vann N-Kóreu í gær með 6 mörkum gegn 3 og dag voru heimamenn lagðir að velli 8 - 2.  Það þýðir að liðið er komið í úrslit og spilar næst á móti Nýja Sjálandi á laugardaginn.  Með sigri tryggir liðið sér hreinan úrslitaleik á móti Ástralíu um gullið á sunnudaginn og það er næsta víst að það verður hörkuleikur.  Áfram Ísland!

ÖSKUDAGUR GAMAN GAMAN GAMAN

HALLó HALLÓ allir skautarar í A, B, C og S- hóp og FORELDRAR.  Nú er komið að öskudagsnammi sölu hjá deildinni okkar og þá vantar okkur ykkar hjálp til að fara í fyrirtækin í bænum og bjóða þeim pokana okkar. Við kvetjum ykkur til að koma í skautahöllina á sunnudaginn milli kl. 12 - 13  og sækja pöntunar miða og fara af stað helst á mánudaginn, salan þarf að klárast í næstu viku og pökkunin að byrja í þar næstu viku. 

EF þið ekki komist á þessum tíma en getið farið í þetta í næstu viku þá endilega hafið  samband við okkur.

Kristín - 6935120 og Allý - 8955804

Reykjavík International

Á síðu Skautafélags Reykjavíkur er að finna drög að tímatöflu og keppendalista fyrir Rig sem haldið verður helgina 15. -17. janúar nk. SR hefur boðið keppendur LSA æfingatíma á föstudagsmorgninum kl. 10-11, endilega reynið að nýta ykkur þann tíma, renna yfir prógram með tónlist og/eða element úr prógrömmum. Helga Margrét þjálfari verður komin suður og verður viðstödd æfinguna.

Bráðvantar fólk til að starfa á ÍSS móti á Akureyri

Kæru foreldrar/forráðamenn A og B keppenda hjá LSA.
 Helgina 26.-28. febrúar verður haldið Íslandsmót barna og unglinga ÍSS hér í Skautahöllinni á Akureyri. 
Mótið er fyrir alla A og B keppendur í öllum aldursflokkum hjá SA, SR og Birninum. (sjá nánar á www.skautasamband.is) .
Þar sem mótið er haldið hér norðan heiða er það okkar að sjá um að manna ýmsar stöður á mótinu og er með þessum pósti verið að óska eftir ykkar hjálp við það.  Okkur vantar starfsfólk í eftirtaldar stöður:
 
Hliðverðir: 3, þurfa að vera 2 í einu.
 
Tónlistarstjórar: 2-3
 
Kynnir: amk. 1,
 
Videoupptökumaður: 2-3 sem geta skip mótinu á milli sín.
 
á www.skautasamband.is > Mót >  Handbók v/framkvæmd móta á vegum ÍSS bls 13-15  má finna nánari lýsingu á því hvað felst í þessum störfum.
 
með von um góðar undirtektir
fh. LSA
Hulda Björg Kristjánsdóttir huldabk@btnet.is