31.07.2015
Það verður líf og fjör um helgina í skautahöllinni þar sem Landsmót UMFÍ fer fram. Dagskráin hefst kl 10.00 á laugardag með keppni í Listhlaupi en nánari tímasetningar og keppnisröð má sjá í næstu frétt hér fyrir neðan. Krullan er fjölskyldugrein á landsmótinu og er öllum velkomið að koma spreyta sig á steinunum frá kl 15.00 á laugardeginum. Á sunnudag er sýningarleikur hjá hokkídeild þar sem efnilegustu unglingar félagsins sýna listir sínar en leikurinn hefst kl 13.20 og stendur yfir í tæpa klukkustund.
31.07.2015
Mótið í listhlaupi verður laugardaginn 1. ágúst og hefst klukkan 10:00.
25.07.2015
Nú er ísinn klár og æfingar hófust hjá listhlaupadeild á föstudagsmorgun. Æfingar hjá Íshokkídeild hefjast á sunnudagskvöld. Þá eru opnar æfingar fyrir krakka í íshokkí alla næstu viku sem geta þá náð ryðinu úr sér áður er æfingarbúðirnar hefjast eftir verslunarmannahelgi.
21.07.2015
Svellagerðin er hafin og gengur vel en stefnt er að því að listhlaupadeild geti hafið sínar æfingar á föstudagsmorgun. Æfingar fyirir Landsmótið sem haldið verður á Akureyri standa því yfir fram að Verslunarmannahelgi en strax að henni lokinni byrja æfingarbúðir hjá bæði Listhlaupadeild og Íshokkídeild.
28.05.2015
Það var mikið fjör í skautahöllinni síðastliðinn fimmtudag en þá fóru fram úrslitaleikirnir Vormóti Íshokkídeildarinnar. Leikið var í deild I, deild II og deild III en leikirnir voru vægast sagt spennandi og skemmtilegt að sjá tímabilið enda á háu nótunum. Í lok hverrar deildar fyrir sig var verðlaunaafhending þar sem liðunum var afhennt sigurlaun og framúrskarandi leikmenn einnig verðlaunaðir.
19.05.2015
Alþjóðlegt íshokkímót kvenna fór fram í Skautahöllinn á Akureyri nú um helgina með þátttöku fjögurra liða. Að mótslokum stóð Skautafélag Reykjavíkur (SR) uppi með sigurinn eftir að hafa unnið Freyjur — annað tveggja liða sem Valkyrjur frá Akureyri sendu á mótið — með minnsta mögulega mun, 3–2. Í þriðja sæti urðu svo kanadísku stúlkurnar í Ice Dragons sem unnu Valkyrjur 2–1 í leiknum um bronsið.
19.05.2015
Royal-mótið kláraðist nú í gærkvöld en þetta var í fyrsta skiptið sem innanfélagsmót fullorðinna var haldið með blönduðum liðum beggja kynja. Það voru 35 þáttakendur, 3 lið og 8 umferðir spilaðar. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta leik mótsins sem fram fór í gærkvöld.
15.05.2015
Alþjóðlegt íshokkímót kvenna hefst í dag í Skautahöllinni á Akureyri en spilað verður bæði föstudag og laugardag. Þetta er hið svokallaða NIAC mót (Northern Iceland Adventure Cup) sem nú er haldið í fimmta skiptið. Kvennaliðið Ice Dragon frá Toronto í Kanada kemur í heimsókn en á þeim fimm árum sem mótið hefur verið haldið hafa komið hingað kvennalið frá Englandi, Svíþjóð, Danmörku og Kanada.
15.05.2015
Aðalfundur Krulludeildar verður haldinn mánudaginn 18. maí.
11.05.2015
Vorsýning LSA verður haldin sunnudaginn 17. maí klukkan 17:00. Aðgangseyrir er 1500 krónur (ekki posi á staðnum). Foreldrafélagið verður með veitingasölu í hlénu. Hlökkum til að sjá sem flesta.